fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Frí ungrar stúlku til Los Angeles breyttist í martröð – Situr uppi með 18 milljóna króna reikning sem hækkar bara og hækkar

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 7. júní 2019 19:00

Karmen er hér til hægri á myndinni. Við hlið hennar eru móðir hennar heitin og systir hennar, Sian.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átján ára stúlka, Karmen Curley að nafni, skellti sér í frí til Los Angeles á dögunum. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Karmen er nú á gjörgæsludeild og situr uppi með átján milljóna króna reikning eftir slys sem hún lenti í á dögunum.

Karmen er frá Norður-Írlandi og var hún að heimsækja systur sína sem er búsett í Los Angeles. Dag einn fyrir skemmstu skellti hún sér á vespu en ekki vildi betur til en svo að hún missti stjórn á vespunni þegar hún ók ofan í holu á veginum. Karmen hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu.

Nú hefur systir hennar, Sian, hrint af stað söfnun til að freista þess að safna upp á sjúkrahúsreikninginn. Reikningurinn er til kominn vegna þess að Karmen var ekki búin að verða sér út um sérstaka tryggingu áður en hún hélt til Bandaríkjanna.

Karmen hefur dvalið á UCLA-sjúkrahúsinu að undanförnum og kostar það skildinginn; eða 15 þúsund Bandaríkjadali dagurinn, upphæð sem nemur 1,8 milljónum króna.

Móðir þeirra systra féll frá á síðasta ári og er bakland þeirra ekki stórt. „Við erum í raun bara tvær,“ segir Sian við breska blaðið Mirror sem greindi frá söfnuninni. „Ef það er eitthvað sem ég hef lært af þessari reynslu er mikilvægi þess að hafa góða ferðatryggingu,“ bætir hún við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Alexander lá fastur í greni bjarnar í mánuð: Nær dauða en lífi þegar honum var bjargað – Sjáðu ótrúlegt myndband

Alexander lá fastur í greni bjarnar í mánuð: Nær dauða en lífi þegar honum var bjargað – Sjáðu ótrúlegt myndband
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Stórhættulegur leikur erlendra ferðamanna á Mallorca

Stórhættulegur leikur erlendra ferðamanna á Mallorca
Pressan
Í gær

Móðir raðmorðingja drepin á heimili sínu – Fór inn í barnaherbergi til að stinga börnin

Móðir raðmorðingja drepin á heimili sínu – Fór inn í barnaherbergi til að stinga börnin
Pressan
Í gær

Getum við átt von á loftslagsaðskilnaðarstefnu? Hinir efnaminni látnir borga brúsann

Getum við átt von á loftslagsaðskilnaðarstefnu? Hinir efnaminni látnir borga brúsann
Pressan
Í gær

23 ára kona settist upp í flugvél og hvarf síðan sporlaust á áfangastað

23 ára kona settist upp í flugvél og hvarf síðan sporlaust á áfangastað
Pressan
Í gær

Heimamenn eyðilögðu hátíð nýnasista með snilldarbragði

Heimamenn eyðilögðu hátíð nýnasista með snilldarbragði