fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Gríðarleg „fínryks“ mengun í Suður-Kóreu – Er Kínverjum um að kenna?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. júní 2019 17:00

Frá Suður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða í Suður-Kóreu er oft mikil mengun af völdum „fíns ryks“. Þetta „fína ryk“ er í raun og veru sandur sem fýkur frá Mongólíu og frá kínverskum eyðimörkum á vissum árstímum og dreifist yfir Kóreuskagann. En þar með er ekki öll sagan sögð.

Í loftinu, sem ber rykið til Kóreuskagans, eru einnig ósýnilegar öragnir, þekktar sem PM 2.5, en þær geta borist djúpt inn í öndunarfærin og valdið ýmsum sjúkdómum, þar á meðal krabbameini. Lungu barna og eldra fólks eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessu.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að fyrr á árinu hafi magn PM 2.5 mælst 118 míkrógrömm í hverjum rúmmetra lofts. Magnið hefur aldrei mælst meira síðan mælingar á því hófust 2015.

Sérfræðingar eru ekki á einu máli um uppruna efnisins. Sumir segja það koma frá Kína en rannsóknar hafa bent til að allt að 60% af loftmengun í Suður-Kóreu komi frá verksmiðjum og kolaverum í Kína. Aðrir segja hins vegar að um innanríkisvanda sé að ræða. um 40% af raforku landsins er framleitt í kolaverum en þar á eftir koma kjarnorka og gas. Innflutningur Suður-Kóreu á kolum náði nýjum hæðum á síðasta ári.

Vísindamenn fylgjast nú náið með loftgæðum og mæla til dæmis loftgæði yfir Gulahafinu, sem er á milli Kóreuskaga og Kína.

Kínversk stjórnvöld hafa sagt að það sé ekki bara Kínverjum um að kenna hversu mikil mengun er í Suður-Kóreu og hafa hvatt þarlend stjórnvöld til grípa til aðgerða innanlands og sýna meiri ábyrgð í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 1 viku

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu