fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Kona föst í íbúð sinni eftir að þrjú dádýr ruddust inn um glugga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. júní 2019 07:00

Dádýr. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Indiana bjargaði konu eftir að þrjú dádýr höfðu ruðst inn um glugga á íbúð hennar og fest hana þar með í íbúðinni með skelfdum dýrunum. Lögreglan segir að konan, sem er 74 ára, hafi verið í íbúð sinni á þriðjudagskvöld þegar dádýrin ruddust inn um svefnherbergisgluggann. Konan hringdi á neyðarlínuna og fundu lögregluþjónar konuna fasta á stofusófanum með göngugrindina á gólfinu á meðan dádýrin hoppuðu um herbergið.

Lögreglan náði svo að handsama eitt dádýranna og koma því út, hin tvö enduðu inni á baðherbergi þar sem þau voru svæfð og síðar sleppt. Lögreglan segir að konan hafi verið ómeidd og hafi verið ótrúlega róleg miðað við aðstæður en töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni af völdum dádýranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug