fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Læknir ákærður fyrir 25 morð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. júní 2019 06:00

William Husel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknir í Ohio hefur verið ákærður fyrir að drepa 25 manns, með því að gefa of stóra og stundum banvæna skammta af ópíóðum. Reuters skýrir frá þessu. Samkvæmt ákæruvaldinu gaf hann sjúklingunum of stóra skammta af lyfinu fentanýl. Skammtarnir voru 10, 20 og 40 sinnum stærri en ráðlagt var. Læknirinn, William Husel, gaf sig fram við lögregluna í Columbus eftir að sex mánaða löng rannsókn við Mount Carmel sjúkrahúsið hafði sýnt fram á að notkun hans á lyfinu fentanýl var „óviðeigandi“.

Samkvæmt New York Times sýndi rannsókn sjúkrahússins fram á að flestir sjúklinganna hefðu látist hvort eð var, en að fimm þeirra hefðu átt möguleika á að lifa af hefðu þeir fengið rétta meðferð. Husel bætist í hóp bandarískra lækna sem eru ákærðir fyrir hlut sinn í því sem hefur verið lýst sem opinberu heilsufarslegu vandamáli. Husel gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, fyrir hverja ákæru.

Ekki morðmál

Verjandi læknisins heldur því fram að ekki sé um morðmál að ræða. „Þetta er ekki morðmál. Ég get fullvissað ykkur um að Husel var ekki að reyna að hjálpa neinum að deyja. Það var aldrei ætlun hans,“ segir verjandinn, Richard Blake, samkvæmt NBC. Husel hefur lýst sig saklusan af ákærunum.

Hvað gerðist?

Ein þeirra sem hefur ásakað Husel er Christine Allison en eiginmaður hennar var lagður inn á sjúkrahúsið í júlí í fyrra eftir að hafa lent í slysi og hafa átt erfitt með svefn. Stuttu eftir komuna á sjúkrahúsið hittu þau lækninn, William Husel. Allison sagði CBS að læknirinn hefði sagt að maðurinn hennar myndi deyja, að það væru 99,9 % líkur á því að hann væri heiladauður. Manni Allison var gefinn allt of stór skammtur fentanyl og lést þremur tímum síðar.

„Þegar þessu var lokið gengum við niður í bílakjallarann. Ég leit á dóttur mína og sagði „hvað gerðist eiginlega“. Hún svaraði „mamma, ég hef ekki hugmynd““. Christine Allison er ein margra sem hafa lögsótt sjúkrahúsið.

Morðin sem Husel er ákærður fyrir áttu sér stað á tímabilinu febrúar 2015 til nóvember 2018. Mount Carmel sjúkrahúsið grunar Husel um að hafa átt hluta í dauða 35 sjúklinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af