fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Lamdar illa þegar þær neituðu að kyssast í strætisvagni

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 7. júní 2019 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vægast sagt ömurlegt atvik átti sér stað í Lundúnum þann 30. maí síðastliðinn þegar hópur manna réðist á tvær ungar konur um borð í strætisvagni. Konurnar, Melania Geymonat og kærasta hennar, Chris, höfðu verið úti að skemmta sér í West Hampstead, í norðvesturhluta borgarinnar, þegar atvikið varð.

Melania segir við breska fjölmiðla að hópur karla, milli tvítugs og þrítugs, hafi verið um borð í þessum sama strætisvagni og þeir hafi tekið eftir því að þær væru par. Þeir hafi krafist þess að þær myndu kyssast fyrir framan þá og viðhaft kynferðislegt tal þar að auki.

Melania segist hafa tjáð mönnunum að hætta en við það hafi þeir aðeins tvíeflst.

„Það næsta sem ég veit er að Chris er á milli þeirra og þeir láta höggin dynja á henni. Ég stökk strax til og reyndi að verja hana en við það réðust þeir á mig,“ segir hún. Melania birti meðfylgjandi mynd á samfélagsmiðlum eftir árásina til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum og samkynhneigðum.

Melania og Chris voru fluttar á slysadeild eftir árásina þar sem gert var að sárum þeirra í andliti. Scotland Yard staðfesti við Mail Online að hún hefði til rannsóknar mál er varðar „fordóma og ofbeldi gegn samkynhneigðum“ um borð í strætisvagni á þessum slóðum umrædda nótt.

Strætisvagninn sem um ræðir var á tveimur hæðum og ákváðu Melania og Chris að sitja á efri hæðinni. Það þýðir að bílstjórinn var niðri en ekki kemur fram hvort önnur vitni hafi orðið að árásinni.

Melania segir að fram til þessa hafi hún upplifað sig örugga í Lundúnum, en árásir sem þessar séu þó því miður ekkert einsdæmi. „Þetta er algengt. Það er litið á okkur sem einhverskonar afþreyingu og það er það sem gerir mig svo reiða.“

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, tjáði sig um málið á Twitter og var augljóslega reiður vegna málsins. „Þetta er ógeðsleg og hatursfull árás. Hatursglæpir gegn LGBT-samfélaginu verða ekki umbornir eða átnir viðgangast í London,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af