fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Segir nauðsynlegt fyrir konur að vera í háhæluðum skóm í vinnunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. júní 2019 18:48

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Takumi Nemoto, ráðherra heilbrigðis- og atvinnumála í Japan, segir nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að framfylgja reglum um klæðaburð sem skylda konur til að vera í háhæluðum skóm í vinnunni. Þetta sagði hann á fundi þingnefndar á miðvikudaginn.

Annar þingmaður, Kanako Otsuji, sagði að reglur sem þessar væru „úreltar“. Umræða fór fram um þetta í þingnefndinni vegna herferðar sem nú er í gangi í Japan þar sem hvatt er til þess að reglum um klæðaburð, sem mismuna kynjunum, verði varpað fyrir róða. Margir hafa lagt nafn sitt við herferðina sem hefur vakið mikla athygli. BBC skýrir frá þessu.

Stuðningsmenn herferðarinnar segja að víða sé það talin skylda fyrir konur að vera í háhæluðum skóm þegar þær sækja um vinnu. Ekki eru nema tvö ár síðan eitt af fylkjum Kanada afnam reglur sem kváðu á um að konur ættu að vera í háhæluðum skóm í vinnunni.

Það getur verið á brattann að sækja að knýja fram breytingar á þessu í Japan enda er íhaldssemin mikil þar í landi og margt í föstum skorðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?