fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Morðinginn neitaði að biðjast afsökunar á að hafa myrt fjölskylduna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 9. júní 2019 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum mánuðum var maður að nafni Billy Wayne Coble tekinn af lífi í Texas með banvænni sprautu fyrir glæpi sem hann framdi fyrir 30 árum. Billy Wayne, sem var sjötugur, var elsti maðurinn sem tekinn hefur verið af lífi síðan Texas-fylki tók að nýju upp dauðarefsingu árið 1982. Billy Wayne hafði setið í fangelsi í nær 30 ár áður en hann var tekinn af lífi.

Billy Wayne myrti tengdaforeldra sína og bróður eiginkonu sinnar með skotvopni árið 1989. Orsaka glæpsins var að leita í deilum við eiginkonuna sem var farin frá honum. Hann hafði setið um fjölskylduna og eiginkonuna í nokkrar vikur áður en hann framdi hina hryllilegu glæpi. Billy Wayne rændi líka eiginkonu sinni, Karen Vicha, handjárnaði hana og ók með hana út úr byggð. Það vildi henni til láns að Billy Wayne lenti í árekstri á leiðinni og var handtekinn áður en hann myrti hana.

Næstkomandi fimmtudagskvöld birtir breska sjónvarpsstöðin ITV heimildarmynd með viðtölum fjölmiðlakonunnar Susanne Reid við nokkra fanga á dauðadeild, þar á meðal Billy Wayne Coble. Þegar hún spurði hann hvort hann vildi biðjast afsökunar vegna glæpa sinna færðist hann undan því og sagði að þeir skiptu í raun ekki máli og það væri svo langt síðan. Hann hefur aldrei sýnt iðrun og saksóknari einn lýsti honum einu sinni þannig að hjarta hans væri fullt af sporðdrekum.

Susanna Reid spurði hann hvort hann óttaðist dauðann og svaraði hann því meðal annars til að allir muni einhvern tíma deyja. Hann sagði líka: „Allir segja að þetta sé svo hræðilegur dauðdagi en geturðu bent mér á einhvern góðan dauðdaga?“

Nánar er fjallað um málið á Metro og víðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Í gær

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður