fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Féll í skóla en græðir nú milljónir – Nítján ára drengur keyrir um á lúxusbílum og flýgur í einkaþotum – Svona fór hann að þessu

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 10. júní 2019 16:00

Ótrúlegur náungi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dan Legg er nítján ára piltur frá bænum Cheddar í Somerset á Englandi. Hann féll á lokaprófunum í grunnskóla árið 2017 en flýgur nú um í einkaþotu, á tvö hús sem og nokkra lúxusbíla. Hann er með foreldra sína á launaskrá svo þau þurfi ekki að vinna.

En hvernig fór Dan að því að græða á tá og fingri? Jú, eins og kemur fram í grein um piltinn á vef Daily Mail þá lærði hann allt um hvernig á að braska með gjaldeyri með hjálp YouTube og vinnur við það í dag. Hann er orðinn svo mikill sérfræðingur í sölu og kaupum á ólíkum gjaldmiðlum að hann kennir fólki á það sjálfur.

View this post on Instagram

Just watching a wedding ? ?

A post shared by Dan Legg ? (@dan_teamfx) on

Dan segist hafa byrjað með fimm hundruð pund, tæplega áttatíu þúsund krónur að núvirði, til að fjárfesta með, en þann pening safnaði hann sér með því að vinna á taílenskum veitingastað og hjálpa til á kaffihúsi foreldra sinna. Úr þessum fimm hundruð pundum er orðið risaveldi sem gerir Dan kleift að lifa ansi hátt.

Eyðir í það sem hann vill

Dan er með hátt í þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram og birtir oft myndir af lífsstíl sínum. Hann segist njóta lífsins en ítrekar að hann sé með báða fætur á jörðinni.

„Ég legg hart að mér svo ég geti eytt peningunum í það sem ég vill. Foreldrar mínir kenndu mér gott vinnusiðferði og ég er þakklátur fyrir allt sem þau hafa gefið mér,“ segir Dan, sem á meðal annars Range Rover-bifreið sem kostar eitthvað í kringum tólf og hálfa milljón króna. „Mig langar ekki að vinna í banka því ég vil geta unnið þegar ég vil og hvar sem er,“ bætir Dan við.

Borgar foreldrunum 300.000 krónur á mánuði

Foreldrar Dan, Sandra og Kevin, áttu og ráku lítið kaffihús í heimabæ Dan þegar hann var að alast upp. Þau áttu nóg fyrir sig og sína en urðu aldrei auðug. Dan segist hafa sannfært þau um að selja kaffihúsið árið 2018 og borgar nú hvoru fyrir sig rúmlega þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði svo þau þurfi ekki að vinna.

„Við unnum mikið svo við gætum gert skemmtilega hluti með honum. Hann er ljúfur og vill gera okkur hamingjusöm. Fyrst þegar við seldum kaffihúsið fannst mér að ég þyrfti að gera eitthvað en hann var staðráðinn í því að borga okkur til baka fyrir alla vinnuna í gegnum tíðina og þau tækifæri sem við gáfum honum. Hann hefur alltaf verið frumkvöðull. Ég er ótrúlega stolt og er hamingjusöm ef hann er hamingjusamur,“ segir móðir hans Sandra.

Áhættusamur bransi

Dan byrjaði að braska með gjaldeyri í ágúst árið 2017 þegar hann varð átján ára. Hann tapaði mikið í byrjun en lærði á því. Fyrstu stóru viðskiptin hans skiluðu honum fimmtán þúsund pundum í hagnað, rúmlega tveimur milljónum króna. Vinir hans sýndu viðskiptunum áhuga og fljótt byrjaði Dan að kenna þeim á þetta allt saman. Dan notar Forex smáforritið í viðskiptunum og getur því unnið hvar sem er í heiminum í gegnum símann. Í framhaldinu kom hann fyrirtækinu TeamFX á laggirnar og rukkar þrjú hundruð pund, tæplega fimmtíu þúsund krónur, fyrir grunnnámskeið í gjaldeyrisviðskiptum og þúsund pund, tæplega 160 þúsund krónur, fyrir framhaldsnámskeið.

Þessi markaður, þar sem fólk reynir að græða á verðsveiflum á gjaldeyrismarkaði, er mjög áhættusamur en Dan segist græða tugi milljóna á hverjum mánuði, þó ekki aðeins á braski heldur einnig við að þjálfa aðra upp í þessum viðskiptaháttum. Eins og áður segir á Dan tvær fasteignir og hefur hug á því að fjárfesta meira. Hann segir að líf sitt sé þó ekki aðeins dans á rósum.

„Þetta er búið að vera erfitt og ég hef gert fullt af mistökum. Þessu fylgir mikil streita og mikil vinna. Maður getur komist í uppnám þegar maður tapar peningum. Maður þarf að kunna að tapa. Maður þarf ekki að stússast í þessu á hverjum degi, aðeins þegar að rétta tækifærið kemur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig