fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Pressan

Sláandi myndir sýna hvað dópið getur gert: „Ég missti allt á einni viku“

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 10. júní 2019 15:30

Elenor Proctor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið virtist leika við Elenor Proctor, 36 ára gamlan kennara frá Wakefield í Vestur-Yorkshire í Bretlandi. Hún var búin að mennta sig í kennarafræðum og opna sitt eigið fyrirtæki þar sem hún sérhæfði sig í að undirbúa starfsmenn grunnskóla í Bretlandi fyrir eftirlitsskoðanir yfirvalda. Þá átti hún eiginmann og tvær fallegar dætur. Hún missti hins vegar allt þegar hún skildi í fyrra.

Svona leit hún út áður en hún missti stjórnina á lífinu.

Elenor byrjaði með dæmda þjófinum og heróínfíklinum Patrick Nicholson eftir sambandsslitin og byrjaði að ræna og rupla með honum. Hún var dæmd í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku í Manchester og hafði dómarinn Richard Mansell á orði að saga Elenor ætti að vera öðrum víti til varnaðar.

„Sagan þín er gott dæmi um þá meinsemd sem fíkniefni eru, sérstaklega heróín og krakk,“ sagði hann samkvæmt frétt á vef Daily Mail. „Fyrir þig er þetta stórbrotið, en á margan hátt óumflýjanlegt, fall úr lífinu sem þú lifðir einu sinni, þar sem þú varst í þokkalegri vinnu og áttir fjölskyldu, yfir í að vera heimilislaus á götunni og átt nú yfir höfði þér fangelsisdóm.“

Elenor gekkst við fjórum ákærum um þjófnað og tveimur um svik. Hún var auðmjúk í réttarsalnum.

Svona leit Elenor út þegar hún var handtekin.

„Þetta er ekki ég. Ég er ekki innbrotsþjófur,“ sagði hún. „Ég missti allt á einni viku. Ég missti bara alla stjórn.“

Elenor og fyrrnefndur Patrick sigtuðu út aldraða karlmenn og konur í Eccles, nálægt Manchester, sem fórnarlömb sín. Rændu þau og rupluðu í mars síðastliðnum með þeim afleiðingum að þau náðust loksins. Patrick gekkst einnig við sex ákærum og fékk átta ára fangelsisdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings