fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Byggingarleyfi gefið út fyrir La Sagrada Familia – 137 árum of seint

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 08:01

La Sagrada Familia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

137 árum eftir að hornsteinninn var lagður að hinni frægu kirkju La Sagrada Familia í Barcelona á Spáni hefur byggingaleyfi verið gefið út. Kirkjan er heimsfræg fyrir að vera enn í smíðum en það var Antoni Gaudí sem teiknaði hana.

Kirkjan er talin vera meistaraverk hans og hún laðar ferðamenn að í stórum stíl ár hvert. Vonast er til að það takist að ljúka byggingu hennar 2026 en þá verða 100 ár liðin frá andláti Gaudí.

4,5 milljónir manna heimsækja kirkjuna árlega og 20 milljónir til viðbótar heimsækja svæðið næst henni til að kíkja á hana úr fjarlægð.

Bygging hennar hófst 1882 en ekki var sótt um byggingaleyfi fyrr en 1885. Yfirvöld í Barcelona segja að svo virðist sem það hafi aldrei verið veitt.

Sjóðurinn, sem stendur á bak við byggingu kirkjunnar, hefur náð samkomulagi við borgaryfirvöld um að greiða 4,6 milljónir evra í bætur fyrir að hafa ekki verið með byggingaleyfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt