fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Flugfarþeginn ætlaði á klósettið – Opnaði neyðarútgang

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 20:30

Vél frá Pakistan International Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var flugvél frá pakistanska flugfélaginu Pakistan International Airlines á flugvellinum í Manchester á Englandi og var verið að undirbúa brottför. Farþegar voru komnir um borð og allt gekk sinn vanagang þar til einn farþeginn þurfti nauðsynlega að fara á klósettið.

Honum tókst þó að ruglast vel í ríminu og í stað þess að fara á klósettið opnaði hann neyðarútgang. CNN skýrir frá þessu. Neyðarrennibraut blés út þegar neyðarútgangurinn var opnaður.

Þetta gerði að verkum að brottför flugvélarinnar seinkaði um sjö klukkustundir.

Þegar flugvél er á lofti er ekki hægt að opna neyðarútganga hennar vegna muns á loftþrýstingi inni í henni og utan. Neyðarútgangarnir opnast inn og það geta þeir ekki þegar loftþrýstingurinn er miklu hærri inni í flugvélinni en utan hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af