fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Helena hvarf fyrir 27 árum – Nú hefur lögreglunni loksins orðið ágengt við rannsókn málsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 22:00

Helena Andersson. Mynd:Sænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 27 árum hvarf hin 22 ára Helena Andersson þegar hún var á leið heim eftir að hafa verið úti að skemmta sér. Hún bjó í Mariestad norðaustan við Gautaborg í Svíþjóð. Lögreglan komst lítið áfram með málið en þó voru þrír handteknir vegna þess. En nú hefur lögreglan fengið nýjar og mikilvægar upplýsingar í tengslum við málið og vonast til að þær komi henni áleiðis við að upplýsa það.

P4 Skaraborg skýrir frá þessu. Þessar nýju upplýsingar eru niðurstöður DNA-rannsóknar sem sýna að erfðaefni út tveimur körlum og einni konu voru á sandölum Helena.

„Það er ekki enn ljóst hvort við getum borið kennsl á fólkið en það verður áhugavert að sjá hvort það er í skrám okkar.“

Hefur P4 Skaraborg eftir Lars Johansson lögreglufulltrúa. Erfðaefnið úr konunni getur allt eins verið erfðaefni Helena en enn á eftir að ganga úr skugga um það.

Helena hefur aldrei fundist en nokkrum dögum eftir að hún hvarf fundust sandalar hennar í garði nærri veginum sem hún er talin hafa gengið eftir þegar hún hvarf. Tveir hringir, sem hún átti, fundust við veginn. Í kjölfar þessa gekk lögreglan út frá því að Helena hafi verið myrt og hefur rannsakað málið sem morðmál frá þeim tíma.

Frá því að Helena hvarf hafa mörg hundruð manns verið yfirheyrðir, þrír hafa verið handteknir en enginn hefur verið dæmdur fyrir morðið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf