fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Ríkisstjóri Kaliforníu ógildir náðun eins liðsmanna Charles Manson

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 16:30

Leslie Van Houten

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gavin Newson, ríkisstjóri í Kaliforníu, hefur ógilt niðurstöðu reynslulausnarnefndar ríkisins sem hafði veitt Leslie Van Houten reynslulausn. Van Houten var yngsti meðlimurinn í söfnuðu Charles Manson. Hún tók þátt í morðunum á Leno LaBianca og eiginkonu hans, Rosemary.

Newson hafði ekki blandað sér í mál Van Houten áður en forveri hans í starfi, Jerry Brown, hafði tvisvar áður ógilt ákvarðanir reynslulausnarnefndarinnar um reynslulausn til handa Van Houten.

Newsom segir að enn stafi ógn af Van Houten þrátt fyrir að hún hafi setið í fangelsi í tæplega hálfa öld og hafi fengið mikið hrós fyrir hegðun sína í fangelsinu. Newsom sagði í yfirlýsingu að hann viti að Van Houten hafi lagt mikið á sig til að verða betri manneskja og að hún hafi verið ung að árum þegar hún framdi afbrot sín. Á hinn bóginn hafi hann áhyggjur af hlut hennar í morðunum og möguleikanum á að hún myrði á nýjan leik.

Van Houten var aðeins 19 ára þegar hún og fleiri áhangendur Manson stungu LaBianca hjónin til bana í ágúst 1969. Morðin voru framin degi eftir að aðrir áhangendur Manson myrtu leikkonuna Sharon Tate og fjóra aðra í Los Angeles.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af