fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Þrennt lést á lúxushóteli – „Ég varð svo reið að mig langaði að öskra og gráta“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 06:01

Frá Grand Bahia Principe La Romana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum að þrír Bandaríkjamenn létust á sama hótelinu með nokkurra daga millibili. Engin skýring hefur fengist á dauðsföllunum en þau áttu sér stað í lok maí á hóteli í Dóminíska lýðveldinu en þangað fara milljónir Bandaríkjamanna í frí árlega.

Rannsókn stendur enn yfir á andlátunum en í umfjöllun CNN um málið er rætt við Kaylynn Knull, 29 ára, og unnusta hennar Tom Schwander, 33 ára, sem bjuggu á þessu sama hóteli, sem heitir Grand Bahia Principe Hotel, í júní á síðasta ári. Þau veiktust þá skyndilega. Parið telur að á hótelinu sé skordýraeitur notað sem endar síðan í loftræstikerfi hótelsins.

Samkvæmt frásögn þeirra þá fengu þau mikinn höfuðverk á sjötta degi frísins og fundu um leið kemíska lykt á hótelherberginu.

„Ég svitnaði svo mikið að mig verkjaði í augun. Sjónin var skert og mig svimaði sífellt meira.“

Sagði Knull um málið.

Þau fengu bæði mikla magaverki sem þau segja hafa verið eins og einhver væri að „saga með vélsög“ í maga þeirra.

Þau bundu enda á fríið fyrr en ætlað var og fóru heim. Þar leituðu þau til læknis sem taldi að þau hefðu hugsanlega komist í snertingu við eitruð kemísk efni sem eru notuð í skordýraeitur.

Þau hafa krafist bóta frá hótelinu og sögðu CNN sögu sína því þau telja að það sem þau gengu í gegnum geti tengst dauðsföllunum þremur.

„Ég varð svo reið að mig langaði að öskra og gráta. Það er eitthvað sem passar ekki. Það sem við lentum í getur tengst því sem kom fyrir þau.“

Sagði Knull.

Fyrsta dauðsfallið átti sér stað þann 25. maí síðastliðinn. Daginn sem Schaup-Werner hjónin skráðu sig inn á hótelið veiktist konan skyndilega og hneig niður. Maður hennar og starfsfólk reyndi að endurlífga hana en án árangurs. Hún var 41 árs. Dánarorsökin er sögð hafa verið hjartaáfall, lömun í öndunarfærum og vökvi í lungum.

Þennan sama dag skráðu önnur bandarísk hjón sig inn á hótelið. Fimm dögum síðar fundust þau líflaus inni á herbergi sínu. Engir áverkar voru á þeim. Þau voru 63 og 49 ára. Lögreglan segir að dánarorsök þeirra hafi verið sú sama og í fyrsta tilvikinu, lömun í öndunarfærum og vökvi í lungum. CNN segir að þetta séu einkenni sem koma fram ef fólk kemst í snertingu við skordýraeitur.

Talsmaður hótelsins segir að hér sé um einöngruð og ótengd atvik að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf