fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Dæmdur í 120 ára fangelsi fyrir að streyma beint frá því þegar hann misnotaði dóttur sína kynferðislega

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 20:30

Steven Douglas Crook Jr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður frá Iowa hefur verið dæmdur í 120 ára fangelsi fyrir að hafa, við mörg tækifæri, misnotað dóttur sína kynferðislega. Misnotkunin átti sér stað frá því að hún var mjög ung og þar til stúlkan var sex ára gömul. Yfirvöld segja einnig að hann hafi sýnt það beint á netinu þegar hann nauðgaði henni.

Samkvæmt tilkynningu frá saksóknara í Iowa hefur hinn 29 ára gamli Steven Douglas Crook Jr. játað að hafa misnotað barn kynferðislega og hefur hann fengið þyngsta mögulega dóm. Yfirvöld hafa fundið upptökur af misnotuninni í fórum Crook. Ein mappan hafði fengið heitið „Barnaklám og ungbarnanauðgun“.

„Í hvert sinn sem barn er misnotað í Iowa og við höfum upptökur eða myndir af misnotkuninni getur brotamaðurinn þurft að sæta alríkismálsókn (e. federal lawsuit). Hann getur átt yfir höfði sér áratugi eða jafnvel lífstíð á bak við lás og slá,“ segir Marc Krickbaum saksóknari. „Steven Crook mun eyða því sem eftir er ævinnar í fangelsi, þar á hann heima.“

Litla stúlkan var misnotuð nánast frá fæðingu, í einhverjum tilvikum kom annað ofbeldi einnig við sögu. New York Post skýrir frá þessu.

Samkvæmt ásökununum tók brotamaðurinn bæði myndir og myndbönd af misnotkuninni og streymdi henni í nokkrum tilfellum beint á netinu. Hann hvatti fylgjendur sína meira að segja til þess að fylgjast með honum á netinu þegar hann nauðgaði hinni hjálpalausu litlu stúlku.

Lögreglan náði loksins að stöðva misnotkunina, þegar hún bjargaði stúlkinni af heimilinu í mars 2018, þegar stúlkan var sex ára gömul. Í þessu tilfelli stóð misnotkunin yfir í mörg ár án þess að upp um hana kæmist vegna þess að fjölskyldumeðlimir tilkynntu hana ekki til lögeglunnar.

Móðir stúlkunnar, Kendra Hoover, hefur einnig verið ákærð. Yfirvöld halda því fram að hún hafi skilið dóttur sína eftir eina hjá Crook, þrátt fyrir að hafa séð myndbönd af misnotkuninni. Mál hennar verður tekið fyrir í desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af