fbpx
Mánudagur 22.júlí 2019  |
Pressan

FBI afhjúpar skjöl um Hugh Hefner

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 12. júní 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur svipt hulunni af gögnum um Hugh Hefner, stofnanda Playboy. Hefner lést í september 2017, 91 árs að aldri, en hann stofnaði þetta vinsæla tímarit árið 1953.

Playboy-tímaritið vakti mikið umtal á sínum tíma enda innihélt það nektarmyndir af konum í bland við smásögur og fréttagreinar.

Það voru einmitt nektarmyndirnar sem voru tilefni þess að FBI skoðaði Hefner á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Fulltrúar FBI ræddu nokkrum sinnum við hann og lék grunur á að hann væri að brjóta lög með því að dreifa klámfengnu efni.

Í einu skjalinu er til dæmis vitnað í minnisblað J. Edgar Hoover, fyrsta forstjóra FBI, sem mælti með því að Hefner og ljósmyndarinn Edward Oppman yrðu settir undir sérstakt eftirlit. Var tilgangurinn að fylgjast með því hvort þeir brytu alríkislög með dreifingu klámefnis milli ríkja Bandaríkjanna. Í einu skjalinu kom fram það álit að Hefner væri „of snjall“ til að brjóta lög.

Hefner var þó áfram undir vökulum augum FBI og saksóknara og var hann til að mynda sóttur til saka í Chicago fyrir „klámfengnar“ myndir sem birtust af leikkonunni Jayne Mansfield. Hefner var þó aldrei dæmdur vegna þeirra enda gátu kviðdómendur ekki komið sér saman um sekt eða sakleysi.

Áhugasamir geta kynnt sér skjölin hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk dvalarheimilis aldraðra gerði opinskátt grín að kynlífsiðkun tveggja íbúa

Starfsfólk dvalarheimilis aldraðra gerði opinskátt grín að kynlífsiðkun tveggja íbúa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerðu merka uppgötvun 1978 – Nú liggur ótrúleg niðurstaða vísindamanna fyrir

Gerðu merka uppgötvun 1978 – Nú liggur ótrúleg niðurstaða vísindamanna fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Barnungur bjórsali lék á lögregluna – Hefur aukið viðskipti sín umtalsvert

Barnungur bjórsali lék á lögregluna – Hefur aukið viðskipti sín umtalsvert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breytt samsetning hælisleitenda í Evrópu

Breytt samsetning hælisleitenda í Evrópu
Fyrir 4 dögum

Fjör við Laxá í Leirársveit

Fjör við Laxá í Leirársveit
Fyrir 4 dögum

Veiðistöng og afli gerður upptækur

Veiðistöng og afli gerður upptækur