fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Kanada stefnir á að banna einnota plast 2021

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanada vill banna „hættulegar“ einnota plastvörur strax árið 2021 til að reyna að sporna við plastmengun í höfunum, segir Justin Trudeau forsætisráðherra.

Þetta er byggt á svipuðum lögum sem sett voru af Evrópusambandinu og öðrum þjóðum á síðasta ári. Kanada mun einnig setja „markmið“ sem hvetja fyrirtæki sem framleiða eða selja plast til að vera ábyrg með plastúrgang sinn.

Í dag er minn en 10% af plasti sem notað er í Kanada endurunnið.

Trudeau kallar vandamál vegna plastmengunar „heimsvandamál“. Í maí náðist, að sögn Sameinuðu þjóðanna, samkomulag á milli 180 þjóða um að minnka það plastmagn sem endar í heimshöfunum, þar sem það getur skaðað fisk, skjaldbökur, hvali og annað dýralíf.

Kanadíska ríkistjórnin á enn eftir að ákveða hvaða einnota platvörur verða á bannlistanum, en það gætu meðal annars verið plastpokar, einnota rör, hnífapör og diska.

Um það bil 3 milljónun tonna af plasti er hent á hverju ári í Kanada.

„Sem foreldrar erum við nú í þeirri stöðu að þurfa að leita að bletti sem ekki er þakinn plaströrum, flöskum eða frauðplastsglösum, þegar við förum með börnin okkar á ströndina“ segir Trudeau. „Þetta er vandamál sem við verðum að gera eitthvað við“.

Í október 2018 bannaði Evrópusambandið notkun á ýmisskonar einnota plasti í sambandinu til að reyna að sporna við plastmengun hafanna.

Evrópusambandið vonast til að lögin verði farin að hafa áhrif í öllu sambandinu frá 2021.

Bannið náði meðal annars til plasthnífapara og diska, eyrnapinna og röra og hvatti til minnkaðrar notkunar á einnota plasti undir mat, svo sem plastglösum.

Forsætisráðherrann tilkynnti þetta, þegar aðeins fáir mánuðir eru til næstu kosninga, sem verða í haust.

Loftslagsbreytingar og mengun eru meðal þeirra málefna sem búist er við að verði áberandi í kosningabaráttunni. Fjölmörg svæði í Kanada hafa á undanförnum misserum bannað ýmiskonar einnota plastvörur, aðaláherslan hefur verið á einnota plastpoka.  Trudeau styður þessar aðgerðir og segir að „alvörulausn þurfi að ná til alls landsins“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af