fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Samfélagsmiðlar geta bætt vellíðan ungmenna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungmenni á Norðurlöndunum eru virkari á samfélagsmiðlum en jafnaldrar þeirra annarsstaðar í Evrópu. Margir hafa áhyggjur af vellíðan ungmenna og tengja hana við samfélagsmiðlanotkun þeirra en ekki er ástæða til að örvænta því vellíðan þeirra á samfélagsmiðlum tengist því beint hvað ungmennin gera á samfélagsmiðlunum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Happiness Research Institute gerði fyrir Norrænu ráðherranefndina. Spurningum var beint til 1.160 ungmenna frá Norðurlöndunum fimm. Öll eru þau Facebooknotendur og var haft samband við þau í gegnum Facebook. 82% þeirra eru stúlkur.

Út frá svörum þeirra komust skýrsluhöfundar að þeirri niðurstöðu að okkur vanti meiri víðsýni í viðhorfi okkar til samfélagsmiðla. Oft er sett samasemmerki á milli tímans sem fer í notkun samfélagsmiðla og hugsanlegrar sóunar á lífinu eða þá er sagt að fólk sé háð samfélagsmiðlum. En svona einfalt er þetta ekki.

Í skýrslunni kemur til dæmis fram að það að deila tenglum og vera í beinum samskiptum við vini á samfélagsmiðlum eykur í raun vellíðan ungmenna. Þau ungmenni sem eru meira til hlés í notkuninni og renna augunum yfir skjáinn og skoða prófíla annarra án þess að vera sjálf virk upplifa frekar einmanaleika og lítið sjálfsmat.

Það eru aðallega stúlkur og þeir sem eru í viðkvæmri stöðu félagslega sem verða fyrir neikvæðum áhrifum af notkun samfélagsmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Stórhættulegur leikur erlendra ferðamanna á Mallorca

Stórhættulegur leikur erlendra ferðamanna á Mallorca
Pressan
Í gær

Hann fannst látinn á ströndinni: 10 árum síðar veit enginn hver hann var eða hvaðan hann kom

Hann fannst látinn á ströndinni: 10 árum síðar veit enginn hver hann var eða hvaðan hann kom
Pressan
Í gær

Ótrúleg viðbrögð móður: Þarna hefði getað farið illa – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg viðbrögð móður: Þarna hefði getað farið illa – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn einn ferðamaðurinn deyr á dularfullan hátt

Enn einn ferðamaðurinn deyr á dularfullan hátt