fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Áttu að fá milljón fyrir að drepa Ortiz

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 13. júní 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Dóminíska lýðveldinu hefur handtekið sex einstaklinga sem grunaðir eru um að tengjast tilræðinu við David Ortiz, fyrrverandi leikmann bandaríska hafnaboltaliðsins Boston Red Sox. Ortiz, sem er 43 ára, er í hópi bestu hafnaboltaleikmanna síðustu ára en hann hætti árið 2016.

Ortiz, sem á ættir að rekja til Dóminíska lýðveldisins, var staddur á bar í Santo Domingo á sunnudag þegar byssumaður skaut á hann. Eitt skotið hæfði Ortiz í bakið og var hann fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð.  Ortiz meiddist nokkuð illa; læknar fjarlægðu meðal annars gallblöðruna og hluta af ristlinum. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Bandaríkjanna þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi, en batahorfur eru taldar góðar.

Lögreglan í Santo Domingo segir að sá sem grunaður er um að hafa skotið sé hinn 25 ára gamli Rolfi Ferreira Cruz. Að sögn lögreglu fengu mennirnir 400 þúsund dóminíska pesóa fyrir að ráða Ortiz af dögum, en upphæðin jafngildir um einni milljón króna. Ekki liggur fyrir hver skipulagði tilræðið en Rolfi þessi bjó um tíma í Bandaríkjunum þar sem hann komst nokkrum sinnum í kast við lögin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu