fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019
Pressan

Báru kennsl á þrjú lík áratugum eftir að þau fundust – Fólkið sást síðast með þekktum raðmorðingja

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 07:00

Mæðgurnar. Mynd:New Hamshire State Attorney's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú rotin lík fundust 1985 og 2000 í tveimur tunnum í bandarískum almenningsgarði. Það var ekki fyrr en í síðustu viku sem kennsl voru borin á líkin. Þau eru af Marlyse Elizabeth Honeychurch, 24 ára, og sex ára dóttur hennar, Marie Elizabeth Vaughn, og eins árs dóttur hennar, Sarah Lynn McWaters.

Þær sáust síðast á lífi 1978 í fylgd raðmorðingjans Terry Peder Rasmussen sem þrátt fyrir mjög svo skandinavískt nafnið var fæddur og uppalinn í Colorado.

Líkin fundust í tunnum í Bear Brook State Park í New Hampshire í ársbyrjun 1985 og í maí 2000. Fjögur lík voru í tunnunum tveimur en en hefur ekki tekist að bera kennsl á fjórða líkið en það er af lítilli stúlku. Lögreglan er þó fullviss um að hún er ekki tengd mæðgunum sem fyrr er getið. En lögreglan er jafnframt viss um að Rasmussen hafi myrt þær allar.

„Hann reyndi að leyna því hver hann var og hvað hann gerði en það tókst honum ekki. Við vitum hvað hann gerði og nú vitum við hver fórnarlömb hans voru.“

Sagði Jeffrey Strelzin, saksóknari, á fréttamannafundi á fimmtudaginn.

Terry Peder Rasmussen. Mynd:New Hamshire State Attorney’s Office

Rasmussen lést 2010 en þá lá hann undir grun um að hafa myrt minnst sex konur og tvö börn.

Marlyse Elizabeth sást síðast á lífi á Þakkargjörðardaginn 1978 með dætrum sínum tveimur og Rasmussen. Hún hafði yfirgefið Kaliforníu eftir deilur við móður sína. Fjölskylda hennar reyndi lengi að hafa uppi á henni en án árangurs.

Rasmussen notaðist við fimm dulnefni á meðan hann lifði. Auk þess að vera grunaður um að hafa myrt mæðgurnar er hann grunaður um að hafa myrt unnustu sína, Denise Beaudin. Hún átti sex mánaða gamla dóttur og bjó með Rasmussen. Dag einn 1981 hurfu þau öll þrjú frá heimili sínu í Manchester. Lík Denise hefur aldrei fundist en lögreglan er sannfærð um að Rasmussen hafi myrt hana.

Tunnan til vinstri fannst 1985 en hin 2000.

Hann yfirgaf dóttur hennar 1986 og var síðar dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa yfirgefið barn. Hann strauk úr fangelsi 1990 þegar hann afplánaði dóminn.

2003 var hann sakfelldur fyrir að hafa myrt þáverandi eiginkonu sína, Eunsoon Jun. Lík hennar fannst sundurhlutað í kjallara húss þeirra, hulið kattasandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Stórhættulegur leikur erlendra ferðamanna á Mallorca

Stórhættulegur leikur erlendra ferðamanna á Mallorca
Pressan
Í gær

Hann fannst látinn á ströndinni: 10 árum síðar veit enginn hver hann var eða hvaðan hann kom

Hann fannst látinn á ströndinni: 10 árum síðar veit enginn hver hann var eða hvaðan hann kom
Pressan
Í gær

Ótrúleg viðbrögð móður: Þarna hefði getað farið illa – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg viðbrögð móður: Þarna hefði getað farið illa – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Enn einn ferðamaðurinn deyr á dularfullan hátt

Enn einn ferðamaðurinn deyr á dularfullan hátt