fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Kínverjar vara tölvurisa við vegna máls Huawei

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 05:59

Farsími frá Huawei.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk stjórnvöld hafa varað mörg stór tölvufyrirtæki við alvarlegum afleiðingum ef þau hætta að selja tækni sína til Kína eða flytja starfsemi sína þaðan. Aðvörunin er send út í kjölfar banns bandarískra stjórnvalda við starfsemi kínverska farsímafyrirtækisins Huawei í Bandaríkjunum.

Á fundi í síðustu viku vöruðu fulltrúar kínverskra stjórnvalda fyrirtæki á borð við Dell, Microsoft og Samsung við alvarlegum afleiðingum þess að hætta að selja vörur sínar til Kína. The New York Times skýrir frá þessu.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti Huawei á svartan lista í Bandaríkjunum í maí vegna gruns um að fyrirtækið stundi njósnir á vegum kínverskra yfirvalda. Bannið hefur orðið til þess að mörg stór bandarísk tölvufyrirtæki íhuga að flytja starfsemi sína frá Kína.

Á fyrrnefndum fundi var fyrirtækjunum kynnt að bann Bandaríkjastjórnar hafi sett ýmislegt úr skorðum í flæði vöru og þjónustu í tölvuiðnaði um allan heim.

Facebook tilkynnti á föstudaginn að framvegi megi ekki setja öpp frá fyrirtækinu inn á farsíma frá Huawei áður en þeir eru seldir. Þar á meðal er Facebookappið, Messenger og Instagram. Ekki er ljóst hvort setja megi þessi öpp inn á símana eftir að þeir hafa verið seldir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?