fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Sprenging í útbreiðslu kynsjúkdóma – Rúmlega ein milljón smitast daglega

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á degi hverjum smitast rúmlega ein milljón manna af kynsjúkdómum á borð við klamidíu og lekanda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO. Það er því ekki annað að sjá en að margir kjósi að stunda kynlíf án þess að nota smokk.

Dagbladet hefur eftir Peter Salama, lækni hjá WHO, að það sé áhyggjuefni hversu margir smitist og það sé erfitt að stoppa þetta.

Það er aðallega fólk á aldrinum 15 til 49 ára sem smitast. Ef fólk fær ekki meðhöndlun við kynsjúkdómum geta þeir leitt til alvarlegra sýkinga sem geta síðan til dæmis valdið ófrjósemi, aukið líkurnar á HIV-smiti og þungun utan móðurlífsins.

Teodora Wi, læknir hjá WHO, segist telja að ástæðan fyrir aukningu smittilfella megi rekja til þess hversu auðvelt aðgengi er orðið að kynlífi.

„Nú erum við með stóran markað af stefnumótaöppum, til dæmis Tinder, sem gerir að verkum að fólk stundar meira kynlíf.“

Sérfræðingar segja að niðurstöður skýrslunnar sýni að þörf er á meiri og betri kynfræðslu um allan heim. Sérstaklega í ljósi þess að það verður sífellt erfiðara að takast á við kynsjúkdómana því fólk þróar sýklalyfjaónæmi með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?