fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Versti engisprettufaraldur í 70 ár á Sardiníu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 19:30

Engispretta. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við göngum á engisprettuteppum, segja íbúar eyjarinnar en engisprettusveimar hafa eyðilagt uppskeru og ráðist á hús á ítölsku eyjunni Sardiníu, að sögn bændasamtaka á eyjunni er innrásin sú versta í 70 ár.

Engispretturnar hafa herjað á yfir 2.500 hektara beitilands í Nuoro héraði. Við göngum á engisprettuteppum segja íbúarnir.

Algengt er að engisprettur herji á Sardiníu á sumrin, en samkvæmt bónda á svæðinu, hefur ekki sést annars eins faraldur síðan seinni heimstyrjöldinni lauk. Veðurfar síðustu tveggja ára er aðalástæða þessa mikla fjölda.

„Það voru þurrkar árið 2017 og miklar rigningar 2018 og það eru fullkomnar aðstæður fyrir engisprettur að fjölga sér,“ sagði talsmaður bændasamtaka á svæðinu. „Það er ekkert sem við getum gert við þessu í ár,“ segir hann í viðtali við Reuters og bætir við að hætta sé á að eingsprettusveimarnir verði enn stærri á næstu árum ef ekki verði farið í einhverjar aðgerðir til að sporna við þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf