fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Dómari segist aldrei hafa vitað um verri nágranna – Ofsótti nágranna sína árum saman

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. júní 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á sextugsaldri var nýlega dæmdur til fangelsisvistar fyrir ofsóknir í garð nágranna síns. Hvorki lögreglan né héraðsdómur þekkja dæmi um nokkurn sem hefur ofsótt nágranna sína jafnmikið og hann gerði. Í nýjum dómi frá héraðsdómi í Moss í Noregi kemur fram að  maðurinn hafi flutt í hverfið fyrir sjö árum og hafi fljótlega upp úr því byrjað að skapa vandræði.

Maðurinn, sem er á sextugsaldri, mun hafa tekið myndbönd og ljósmyndir af nágrönnum sínum og börnum þeirra, mokað snjó inn á lóðir nágrannanna, rifið girðingar niður og kastað möl á grasið.

Hann sendi inn falskar tilkynningar um nágrannann til hinna ýmsu yfirvalda, alt frá barnaverndarnefnd og vinnuveitanda nágrannans til Stríðsdómstólsins í Sør-Øst. Hann er einnig dæmdur fyrir að hafa sent inn falskar tilkynningar til lögreglunnar.

„Það er hrollvekjandi að einhver geti hagað sér svona. Ég man ekki eftir því að hafa séð nokkuð þessu líkt áður,“ sagði Nils Vegard, saksóknari, í viðtali við NRK.

Fannst sér ógnað

Í dómnum kemur fram að dómstóllinn hafi aldrei séð neitt þessu líkt. Þar kemur einnig fram það sé ekki hægt að bera þetta mál saman við neitt annað sem gæti verið leiðbeinandi við ákvörðun refsingar.

Fram að þessu höfðu nágrannar mannsins fengið hann úrskurðaðan í nálgunarbann þrisvar sinnum, en í þetta sinn var hann dæmdur í sjö mánaða fangelsi. Næstu fimm árin má hann heldur ekki koma nær húsi nágrannans en að gangstéttarbrúninni.

„Dómnum verður áfrýjað. Ég hef ekki haft tækifæri til að fara yfir dóminn með umbjóðanda mínum og get því ekki tjáð mig meira,“ segir í SMS skilaboðum frá Tone Monclair, verjanda mannsins.

Ákærði sagði fyrir dómi að honum hafi fundist sér ógnað af nágranna sínum. Hann taldi nágrannan hafa sent sér byssutákn með höndunum 50 sinnum og að nágranninn hafi dreyft sögusögnum um sig í hverfinu. Þetta tóku dómarar ekki trúanlegt, í dómnum stendur: „Skýringar ákærða virka í grundvallaratriðum tilbúnar og lagaðar að aðstæðum.“ 

Í tilraun til að rösktyðja það að nágranninn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun sýndi ákærði réttinum mynd af nágrannanum. Hann sagðist hafa tekið myndina þegar nágranninn hafi bankað upp á hjá sér og verið ógnandi.  Það kom svo í ljós að myndin hafi verið tekin af Facebook-síðu nágrannans, hinn ákærði hafi klippt hluta af myndinni burt, en þar sást að nágranninn hafi stillt sér upp fyrir framan skifstofustól og verið með kött á öxlinni.

Nágrannaerjur

Deilurnar milli grannanna munu hafa byrjað vegna ósamkomulags um skjólvegg sem hinn ákærði á að hafa sett upp á milli húsanna. Nágranninn mun svo hafa fjarlægt skjólvegginn og þar með var stríðið hafið.

Fórnarlambið í þessu máli er ekki eini aðilinn sem hefur verið ofsóttur, þetta er hópur fólks. Þetta mál hefur náð alla leið til dómstólanna, segir saksóknari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi