fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Ert þú næturhrafn? Einföld ráð til að laga það og bæta

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. júní 2019 22:00

Ert þú næturhrafn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fínstilling á svefnvenjum fólks getur breytt líkamsklukkum þeirra og aukið vellíðan þess. Þetta segja ástralskir og breskir vísindamenn sem hafa beint sjónum sínum að svokölluðum „næturhröfnum“ sem vaka fram á nótt af því að líkami þeirra segir þeim að gera það.

Meðal þeirra aðferða sem vísindamennirnir benda næturhröfnunum á er að fara alltaf á sama tíma upp í rúm, forðast koffín og reyna að njóta eins mikillar sólar á morgnana og hægt er. Þeir segja að fólki kunni að finnast þessi ráð frekar augljós en segja að þau geti haft mikilvæg áhrif á líf fólks. BBC skýrir frá þessu.

Fram kemur að allir séu með líkamsklukku sem stýrir ryþma dagsins í takt við sólarupprás og sólsetur. Þetta veldur því einmitt að við sofum á nóttunni. En líkamsklukkur sumra eru öðruvísi stilltar en annarra.

Morgunhanar hafa tilhneigingu til að vakna snemma en eiga jafnframt erfitt með að halda sér á fótum á kvöldin. Næturhrafnar eru á hinn bóginn ekki árrisulir og eru í góðu formi langt fram eftir kvöldi og jafnvel nóttu. Sá vandi hrjáir þá hins vegar að þeir eiga erfitt með að passa inn í níu til fimm heiminn sem mótar flest í samfélaginu. Þá hefur verið sýnt fram á að næturhrafnar glíma við verri heilsu en aðrir. Vísindamenn rannsökuðu 21 „öfgafullan næturhrafn“ en þeir fóru að jafnaði að sofa klukkan 2.30 og vöknuðu ekki fyrr en eftir klukkan 10.

Næturhrafnarnir fengu eftirfarandi leiðbeiningar frá vísindamönnunum:

Að vakna 2-3 klukkustundum fyrr en venjulega og njóta birtunnar utanhúss í miklum mæli.

Borða morgunmat eins snemma og unnt væri.

Ekki stunda líkamsrækt nema á morgnana.

Borða hádegismat á sama tíma alla daga og aldrei borða neitt eftir klukkan 19.

Ekkert kaffi eftir klukkan 15.

Ekki fá sér blund eftir klukkan 16.

Fara upp í rúm 2-3 klukkustundum fyrr en venjulega og takmarka birtuna á kvöldin.

Fara alltaf að sofa og á fætur á sama tíma.

Eftir þrjár vikur höfðu líkamsklukkur þátttakendanna breyst og voru nú komnar tveimur klukkustundum fyrr en áður. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tímaritinu Sleep Medicine. Þær sýna að næturhrafnarnir sváfu jafn margar klukkustundir og áður en syfja, stress og þunglyndi var minna hjá þeim en áður en tilraunin hófst.

Debra Skene, prófessor, segir að ef næturhrafnar koma sér upp einföldum rútínum geti það hjálpað til við að stilla líkamsklukkur þeirra og bæta líkamlega og andlega heilsu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Stærsta flugfélag heims heldur Boeing 737 Max áfram á jörðu niðri

Stærsta flugfélag heims heldur Boeing 737 Max áfram á jörðu niðri
Pressan
Í gær

Fundu líkamsleifar bakpokaferðalangs sem hafði verið saknað í fimm mánuði

Fundu líkamsleifar bakpokaferðalangs sem hafði verið saknað í fimm mánuði
Pressan
Í gær

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 20 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára nemanda sínum

Dæmd í 20 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur maður handtekinn vegna morðsins á Dr. Suzanne Eaton

Ungur maður handtekinn vegna morðsins á Dr. Suzanne Eaton
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna afhöfðuð í beinni á Instagram – „Ég er týpan sem virði fjölskyldugildi“

Samfélagsmiðlastjarna afhöfðuð í beinni á Instagram – „Ég er týpan sem virði fjölskyldugildi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flóðbylgja fíkniefna á friðsælum eyjum

Flóðbylgja fíkniefna á friðsælum eyjum