fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Faðirinn sem myrti börn sín dæmdur til dauða

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 14. júní 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt óhugnanlegasta sakamál sem komið hefur upp í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur verið leitt til lykta fyrir dómstólum. Timothy Jones Jr., sem ákærður var fyrir að drepa fimm börn sín, var dæmdur til dauða í gær.

Kviðdómur mælti með dauðarefsingu eftir að hafa setið réttarhöldin. Tók það kviðdómendur aðeins tvær klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu.

Timothy sýndi engin viðbrögð þegar dómurinn var kveðinn upp en hann átti annað hvort yfir höfði sér dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi.

Börn Timothy voru á aldrinum eins til átta ára en morðin framdi hann á heimili fjölskyldunnar í Lexington í ágúst 2014. Notaði hann hendurnar til að fremja voðaverkin. Hann kom líkunum svo fyrir í ruslapokum og setti í bíl sinn. Hann losaði sig svo við líkin við fáfarinn sveitaveg í Alabama níu dögum síðar.

Það vakti athygli í vikunni þegar fyrrverandi kona Jones og móðir barnanna bað kviðdómendur um að þyrma lífi hans. Sagðist hún almennt vera á móti dauðarefsingum en hún myndi þó virða þá ákvörðun sem kviðdómurinn tæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta