fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Faðirinn sem myrti börn sín dæmdur til dauða

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 14. júní 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt óhugnanlegasta sakamál sem komið hefur upp í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur verið leitt til lykta fyrir dómstólum. Timothy Jones Jr., sem ákærður var fyrir að drepa fimm börn sín, var dæmdur til dauða í gær.

Kviðdómur mælti með dauðarefsingu eftir að hafa setið réttarhöldin. Tók það kviðdómendur aðeins tvær klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu.

Timothy sýndi engin viðbrögð þegar dómurinn var kveðinn upp en hann átti annað hvort yfir höfði sér dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi.

Börn Timothy voru á aldrinum eins til átta ára en morðin framdi hann á heimili fjölskyldunnar í Lexington í ágúst 2014. Notaði hann hendurnar til að fremja voðaverkin. Hann kom líkunum svo fyrir í ruslapokum og setti í bíl sinn. Hann losaði sig svo við líkin við fáfarinn sveitaveg í Alabama níu dögum síðar.

Það vakti athygli í vikunni þegar fyrrverandi kona Jones og móðir barnanna bað kviðdómendur um að þyrma lífi hans. Sagðist hún almennt vera á móti dauðarefsingum en hún myndi þó virða þá ákvörðun sem kviðdómurinn tæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu