fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Hundruð opinberra aftökustaða finnast í Norður Kóreu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. júní 2019 19:00

Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður kóresk samtök (NGO) segjast hafa fundið 318 staði sem yfirvöld í Norður Kóreu hafi nýtt til að framkvæma aftökur opinberlega. Samkvæmt skýrslu samtakanna, The Transitional Justice Working Group, tóku þau, á fjögurra ára tímabili, viðtöl við 610 norður kóreska flóttamenn. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um áratugi af aftökum fyrir hina ýmsu glæpi, allt frá kúaþjófnaði til þess að hafa horft á suður kóreskt sjónvarp.

Opinberar aftökur voru framkvæmdar í nágrenni áa, akra, markaða, skóla og íþróttavalla. Í skýrlsu samtakanna „Mapping the fate of the dead“, sem kom út á þriðjudag, kemur fram að hópar 1.000 eða fleiri áhorfenda hafi safnast saman til að fylgjast með aftökunum.

Í skýrlsunni er því haldið fram að stundum hafi fjölskyldumeðlimir þeirra sem taka átti af lífi verið neyddir til þess að horfa á aftökurnar. Sjaldgæft var að ættingjar þeirra sem teknir voru af lífi fengju upplýsingar um það hvar líkamsleifar ádtvina þeirra væru niðurkomnar. Samkvæmt því sem fram kom í viðtölum, var sjö ára gamalt barn það yngsta til að verða vitni að aftöku.

Einnig fara einhverjar opinberar aftökur fram innan veggja fangelsa og vinnubúða, í þessum vinnubúðum eru fangar sem dæmdir hafa verið fyrir pólitíska glæpi látnir vinna erfiðisvinnu, svo sem námugröft eða skógarhögg. Einn flóttamannanna, sem var fangi í vinnubúðum á árunum uppúr 2000, lýsti því hvernig 80 fangar voru neyddir til að horfa á aftöku þriggja kvenna sem voru ákærðar fyrir að reyna að flýja til Kína. Hann sagði að starfsmaður Öryggisráðuneytisins hafi sagt yfir hópinn: „Þetta gæti komið fyrir ykkur“.

Í skýrslunni segir að aftökurnar hafi verið mikilvægur hlekkur í því að vekja ótta hjá borgurunum og til að letja þá frá því að taka þátt í því sem yfirvöld telja óæskilega starfsemi.

Aftökusveitir og hengingar

Flóttamennirnir sögðu að mikill meirihluti aftakanna hafi verið framkvæmdur af aftökusveitum, þrír byssumenn myndu þá skjóta þann dæmda með þremur skotum hver. Sumir þeirra sem teknir voru tali sögðu frá því að stundum hafi þeir sem framkvæmdu aftökurnar virst vera drukknir. Einn flóttamannanna sagði: „Það er vegna þess að það er erfitt að drepa einhvern, tilfinningalega séð“.

Einnig var sagt frá einhverjum opinberum hengingum, en samtökin segja að þeim hafi fækkað mikið eftir 2005 og hafi jafnvel verið hætt.

Einn höfunda skýrlsunnar, Ethan Shin, sagði í viðtali við AFP að það líti út fyrir að opinberum aftökum fari fækkandi, en það geti líka verið að yfirvöld í Norður Kóreu séu farin að leyna þeim betur.

Háttsettir embættismenn í Norður Kóreu hafa verið teknir af lífi, árið 2013 var frændi Kim Jong-Un, leiðtoga Norður Kóreu, fordæmdur fyrir landráð. Það hefur reynst afar erfitt að sannreyna að aftökurnar hafi farið fram og einnig hefur komið í ljós að sögur um einhverjar þeirra hafa reynst ósannar.

Árið 2013 var því haldið fram að Hyon Song-Wol, sem var vinsæl söngkona, hafi verið tekinn af lífi opinberlega. Í dagblaði í Suður Kóreu var því haldið fram af hún hafi verið skotin með vélbyssum á meðan hljómsveitin hennar horfði á. Árið 2018 sást hún svo aftur, sem hluti af sendinefnd Norður Kóreu, sem heimsótti Seoul áður en vetrar ólympíuleikarnir fóru fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt