fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Mæðginin hurfu sporlaust fyrir rúmlega 40 árum – Lögreglan leitar nú að „afgerandi sönnunargagni“ í málinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. júní 2019 21:00

Mæðginin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 12. nóvember 1976 hurfu Renee MacRae og þriggja ára sonur hennar, Andrew. Síðast sást til þeirra aka á brott frá Inverness í  Skotlandi í BMW bifreið. Áður hafði Renee, sem var 36 ára, skilið eldri son sinn eftir hjá fyrrum eiginmanni sínum. Hún ætlaði til Perth en þar bjó ástmaður hennar. Hún skilaði sér aldrei á leiðarenda.

BBC skýrir frá þessu. Seint um kvöldið fannst bíllinn brunnin tæplega 20 km frá Inverness. En engin ummerki voru eftir Renee eða Andrew. Í farangursrýminu fannst blóð.

Lögreglan hefur reynt að leysa málið öll þessi ár en án árangurs. En nú gæti verið að rofa til við rannsókn málsins sem er meðal þeirra sakamála sem breska lögreglan hefur eytt lengstum tíma í að rannsaka.

Í maí ákvað lögreglan að tæma grjótnámu, sem var undir vatni, nærri Inverness til að leita vísbendinga. Nú hefur um 13 milljónum lítra af vatni verið dælt úr námunni og segist lögreglan fullviss að í henni sé „afgerandi sönnunargagn“.

Brian Geddes, sem stýrir rannsókninni, segir að lögreglan muni ekki yfirgefa grjótnámuna fyrr en hver fersentimetri hefur verið rannsakaður.

Fjölskylda Renee hefur látið hafa eftir sér að hún vonist til að einhver svör fáist um afdrif þeirra mæðginanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?