fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Í þessari flugvél situr þú inni í vængjunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. júní 2019 18:00

Hvernig líst þér á að sitja í vængjunum? Mynd:KLM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskólinn, Delft University of Technologi, vonast til að geta gjörbreytt flugsamgöngum með nýrri flugvél „The Flying V“ og nú er háskólinn búin að fá eitt af stærstu flugfélögum í heimi í lið með sér.

Hollenska flugfélagið, KLM, vinnur nú með háskólanum við að þróa V-laga flugvél, þar sem farþegarnir munu koma til með að sitja inni í vængjum vélarinnar. Þessi hönnun á að gera það að verkum að flugvélin noti minna eldsneyti.

Hin framúrstefnulega hönnun á að gera „The Flying V“ léttari og gera það að verkum að hún kljúfi loftið betur, segir í yfirlýsingu frá KLM og Delft University of Technologi. Samkvæmt hönnuðunum mun flugvélin nota 20% minna eldsneyti en Airbus A350 vélin, sem er ein fullkomnasta flugvél í heimi.

Frumgerð (protótýpa) í haust

Frumgerð V-flugvélarinnar gæti verið tilbúin strax í haust. Samkvæmt CNN mun samt verða bið á því að maður geti ferðast með svona flugvél, hún komi ekki í almenna notkun fyrr en um 2040.

Justus Benad, nemi við Tænkiháskólann í Berlín, fékk fyrstur hugmyndina að „The Flying V“. Delft University of Technologi tók svo við keflinu og hefur háskólinn nú fengið KLM í lið með sér. Flugvélin mun geta flutt 314 farþegar, til samanburðar má geta þess að Airbus A350 getur flutt frá 300 til 350 farþega. Flugvélin er minni en Airbus vélin, en hefur sama vænghaf, sem þýðir að hægt er að nýta hana á nútíma flugvöllum, þar sem hún þurfi jafnmikið pláss og Airbus við flughliðin, á flugbrautunum og í flugskýlunum.

Minni loftmótstaða

Ástæða þess að V-flugvélin mun verða umhverfisvænni kostur á löngum flugleiðum er sú að hönnun vélarinnar tryggir minni loftmótsöðu. Þetta gerir það að verkum að V-flugvélin mun nota minna eldsneyti.

Er þetta framtíðin?

Á hefðbundnum flugélum í dag eru hreyflarnir staðsettir undir vængjunum, en á V-vélinni munu hreyflarnir liggja ofaná vængjunum. Samkvæmt KLM munu hreyflarnir, sem notaðir verða, vera sparneytnustu túrbómótorar sem til eru, þeir verða einnig þannig úr garði gerðir að í framtíðinni verði hægt að nota rafmagnsmótora. Samkvæmt talsmanni flugfélagsins er ennþá langt í að hægt verði að nýta rafmagnsmótora á löngum flugleiðum.

Samkvæmt talsmanni KLM eru rafmagnsflugvélar allt of þungar til þess að hægt sé að nota þær til að flytja fólk yfir Atlantshafið, þær verði það líka eftir 30 ár. Það þurfi því að finna aðrar lausnir til að minnka eldsneytisnotkun.

Hópurinn sem vinnur að verkefninu vonast til þess að verða tilbúinn með frumgerð vélarinnar strax í september á þessu ári. Vonast hópurinn til að geta sýnt fram á að flugvélin sé jafn góð og talið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Stærsta flugfélag heims heldur Boeing 737 Max áfram á jörðu niðri

Stærsta flugfélag heims heldur Boeing 737 Max áfram á jörðu niðri
Pressan
Í gær

Fundu líkamsleifar bakpokaferðalangs sem hafði verið saknað í fimm mánuði

Fundu líkamsleifar bakpokaferðalangs sem hafði verið saknað í fimm mánuði
Pressan
Í gær

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 20 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára nemanda sínum

Dæmd í 20 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur maður handtekinn vegna morðsins á Dr. Suzanne Eaton

Ungur maður handtekinn vegna morðsins á Dr. Suzanne Eaton
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna afhöfðuð í beinni á Instagram – „Ég er týpan sem virði fjölskyldugildi“

Samfélagsmiðlastjarna afhöfðuð í beinni á Instagram – „Ég er týpan sem virði fjölskyldugildi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flóðbylgja fíkniefna á friðsælum eyjum

Flóðbylgja fíkniefna á friðsælum eyjum