fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Tólf hvítir karlar lögsækja lögregluna í San Francisco fyrir kynþátta- og kynjamismunun

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. júní 2019 05:59

San Francisco.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf hvítir karlkyns lögregluþjónar hjá lögreglunni í San Fracisco hafa lögsótt borgina, þeir segja að gengið hafi verið framhjá þeim við stöðuhækkanir vegna kynþáttar þeirra og kyns.

Dagblaðið, The San Francisco Chronicle skýrði frá því á miðvikudag, að lögsóknin væri það nýjasta í deilu sem staðið hefur yfir í áratugi. Þrettándi kæruaðilinn, sem nú er kominn á eftirlaun, heldur því fam að henni hafi verið neitað um stöðuhækkun, vegna þess að hún er hvít lesbía.

Með lögsókninni reynir á prófunaraðferðir sem borgin tók upp árið 1979, aðferðir þessar voru teknar upp til að bregðast við hópi sem hélt því fram fyrir hönd svartra og kvenkyns lögregluþjóna að þeim væri mismunað við ráðningar og stöðuhækkanir.

Þegar þessari aðferð er beitt eiga þeir eru með niðurstöður innan ákveðinna marka að fá sömu meðferð, sem þýðir að hægt er að taka tillit til annarra þátta, svosem tungumálakunnáttu og reynslu þegar taka á ákvarðanir og stöðuhækkanir. Þessari lögsókn er ætlað að reyna á þessa aðferð.

„Hjá borginni, hefur það fram að þessu verið alvanalegt að hvítum karlmönnum sé mismunað innan lögreglunnar í San Francisco þegar kemur að stöðuhækkunum“, segir M. Greg Mullanax, lögmaður lögreglumannanna.

Mullanax segir að árið 2016 hafi þrír svartir lögreglumenn fengið stöðuhækkun þrátt fyrir að þeir hafi ekki skorað eins hátt á prófinu og hinir 11 hvítu lögregluþjónar sem neitað var um stöðuhækkun.

Árið 2003 samdi San Franciscoborg um 1,6 milljón dollara bætur í svipuðu máli, án þess þó að viðurkenna að hafa gert neitt rangt. Mullanax sagði að félag lögreglumanna hafi haft samband við William Scott lögrelustjóra, en enginn lögreglumannanna sem höfðu átt fund með Scott  höfðu fengið nein efnisleg rök fyrir því hvers vegna þeir hefðu ekki fengið stöðuhækkun.

John Coté, talsmaður borgarfulltrúans Dennis Herrera, segir að lögreglan beiti löglegum prófunaraðferðum þegar teknar eru ákvarðanir um stöðuhækkanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu