fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

30 manns látnir eftir sjálfsmorðssprengjumenn – Talið að Boko Haram sé á bakvið árásinar

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 17. júní 2019 13:47

Frá Sri Lanka. Skjáskot Reuters/CNN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír sjálfsmorðssprengjumenn, tvær stelpur og einn strákur, drápu 30 manns og særðu 39 aðra í Borno State í Nígeríu.

Strákurinn sprengdi sprengjuna fyrir utan kvikmyndahús þar sem knattspyrnuáhugamenn höfðu komið saman til að horfa á leik. Að minnsta kosti 24 dóu í þessari sprengingu

Nokkrum kílómetrum frá kvikmyndahúsinu voru stelpurnar að verki. Þær sprengdu sínar sprengjur og drógu 6 manns í valinn með sér ásamt því að særa 17 aðra.

Talsmaður almannavarnateymisins á svæðinu sagði í samtali við CNN að þeir sem særðust í sprengingunum hafi verið fluttir yfir á spítala í nærliggjandi borg. Ástæðan fyrir því er að spítalarnir á svæðinu gátu ekki sinnt sjúklingunum sökum skorts á mannafli og aðföngum.

Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásunum en grunur liggur á að hryðjuverkasamtökin Boko Haram séu á bakvið sprengingarnar.

Boko Haram hafa framið fjölda voðaverka í Borno State, brennt moskur, markaði og samkomustaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu