fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

11 ára stúlka var myrt á leið heim úr skóla – 32 árum síðar hefur lögreglan loks handtekið meintan morðingja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 18:00

Kathleen Flynn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Kathleen Flynn, 11 ára, losnaði loks úr skóla síðdegis þann 23. september 1986 kvaddi hún vini sína og hélt út á stíginn sem hún var vön að ganga til og frá skóla. Eftir það sást hún ekki á lífi. Hún bjó í Connecticut í Bandaríkjunum.

Móðir hennar varð fljótlega óróleg og hafði samband við lögregluna. Umfangsmikil leit hófst og 12 klukkustundum síðar fannst lík Kathleen í skógi ekki fjarri stígnum. CNN skýrir frá þessu.

Rannsókn leiddi í ljós að Kathleen hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi áður en hún var kyrkt.

Rannsókn lögreglunnar var viðamikil en skilaði engum árangri fyrr en nú. Í síðustu viku birtust sérsveitarmenn ríkislögreglunnar í Maine við hús í bænum Stetson í Maine. Þegar íbúi hússins, Marc Karun, kom út klukkan 11.20 var hann handtekinn en hann er grunaður um að hafa myrt Kathleen fyrir 32 árum.

Marc Kuran

Í kjölfar handtökunnar sendi fjölskylda Kathleen frá sér tilkynningu í gegnum lögregluna. Þar þakkar fjölskyldan lögreglunni fyrir að hafa fundið morðingja Kathleen. Segir hún einnig að málið sé fjölskyldunni enn mjög erfitt og vilji hún ekki tjá sig frekar um það.

Lögreglan hefur ekki enn skýrt frá hvað kom henni á spor Karun en fyrir þremur árum sagði talsmaður lögreglunnar að vonast væri til að ný DNA-tækni gæti orðið til þess að leysa málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug