fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Bandaríkin senda fleiri hermenn til Miðausturlanda – Aðvörun til Írans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 08:00

Bandaríkjastjórn hefur meðal annars sent flugmóðurskipið USS Abraham Lincoln og flotadeild þess til Persaflóa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon tilkynnti í gær að það ætli að senda 1.000 bandaríska hermenn til viðbótar til Miðausturlanda. Þessi tilkynning kom í kjölfar ásakana Bandaríkjastjórnar á hendur Írönum um að þeir hafi staðið á bak við árásir á olíuflutningaskip.

Patrick Shanahan, starfandi varnarmálaráðherra, sagði að liðsflutningarnir væru tilraun til að „auka öryggi bandarískra hagsmuna“ á svæðinu.

Spennan á milli Bandaríkjanna og Írans hefur farið stigvaxandi að undanförnu. Bandaríkin hafa sakað Írana um að hafa staðið á bak við árásir á olíuflutningskip en Íranar þvertaka fyrir að hafa komið þar nærri.

Í gær birti Pentagon einnig myndir sem sýna að sögn íranska hermenn reyna að fjarlægja ósprungna sprengju af japönsku olíuflutningaskipi.

Bandaríkin hafa eflt viðbúnað sinn í Miðausturlöndum í kjölfar þess að Donald Trump, forseti, ákvað að draga Bandaríkin út úr alþjóðlegum samningi um kjarnorkumálefni Írans frá 2015. Nú þegar er búið að bæta um 10.000 hermönnum við liðsafla Bandaríkjanna í heimshlutanum, flugmóðurskipadeild var nýlega send þangað og fjöldi B52 sprengjuflugvéla.

Aukinn viðbúnaður Bandaríkjanna á að senda Írönum sterk skilaboð og róa bandamenn Bandaríkjanna í heimshlutanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Stærsta flugfélag heims heldur Boeing 737 Max áfram á jörðu niðri

Stærsta flugfélag heims heldur Boeing 737 Max áfram á jörðu niðri
Pressan
Í gær

Fundu líkamsleifar bakpokaferðalangs sem hafði verið saknað í fimm mánuði

Fundu líkamsleifar bakpokaferðalangs sem hafði verið saknað í fimm mánuði
Pressan
Í gær

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 20 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára nemanda sínum

Dæmd í 20 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur maður handtekinn vegna morðsins á Dr. Suzanne Eaton

Ungur maður handtekinn vegna morðsins á Dr. Suzanne Eaton
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna afhöfðuð í beinni á Instagram – „Ég er týpan sem virði fjölskyldugildi“

Samfélagsmiðlastjarna afhöfðuð í beinni á Instagram – „Ég er týpan sem virði fjölskyldugildi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flóðbylgja fíkniefna á friðsælum eyjum

Flóðbylgja fíkniefna á friðsælum eyjum