fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |
Pressan

Bjargaði dóttur sinni á ótrúlegan hátt – Find My Friends-appið getur verið algjör snilld

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 18. júní 2019 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. júní síðastliðinn var Catrinu Cramer Alexander farið að lengja verulega eftir sautján ára dóttur sinni, Macy Smith. Macy, sem var tiltölulega nýkomin með bílpróf, var á fjölskyldubílnum og átti hún að vera komin heim til sín á tilsettum tíma.

Catrina reyndi að hringja í dóttur sína og senda henni skilaboð en allt kom fyrir ekki. Macy svaraði ekki og virtist hreinlega horfin af yfirborði jarðar.

Það var þá sem Catrina rifjaði upp að þær mæðgur höfðu nokkru áður hlaðið Find My Friends-smáforritinu í farsíma sína. Catrina gat þannig séð staðsetningu dóttur sinnar og Macy gat séð hvar móðir hennar var. Óhætt er að segja að þetta tiltekna smáforrit hafi komið að góðum notum og jafnvel bjargað lífi Macy.

Áður en að þessu kom hafði Macy, sem búsett er í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, verið að keyra fjölskyldubílinn eins og að framan greinir. Rigning var umræddan dag og var mikil bleyta á veginum. Í einni beygjunni missti Macy stjórn á bifreiðinni og endaði hún ofan í skurði utan vegar. Bifreiðin var á þannig stað að nær ómögulegt var fyrir aðra ökumenn sem áttu leið hjá að sjá hana.

„Bíllinn fór þrjár veltur og annar handleggurinn á mér klemmdist undir bifreiðinni,“ segir hún og bætir við að hún hafi leitað að símanum sínum en ekki fundið. „Það eina sem ég sá var biblían mín,“ segir hún og bætir við að hún hafi haldið henni þétt að sér næstu klukkustundirnar og lagst á bæn.

Það var svo með aðstoð Find My Friends-smáforritsins að Catrinu tókst að finna dóttur sína. „Ég gleymi því aldrei þegar ég heyrða hana kalla nafnið mitt,“ segir hún.

Macy var flutt með sjúkrabíl á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar. Eðli málsins samkvæmt hlaut hún nokkuð alvarlega áverka á handlegg, taugaskemmdir meðal annars og beinbrot. Hún er þó farin að geta hreyft handlegginn. Catrina segir að það gangi kraftaverki næst að dóttir hennar sé heil á húfi. Ólíklegt er að hún væri það nema fyrir þetta tiltekna smáforrit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Tveggja ára stúlka öskraði – Síðan sá móðirin hver læddist inn í herbergi hennar

Tveggja ára stúlka öskraði – Síðan sá móðirin hver læddist inn í herbergi hennar
Pressan
Í gær

Kynlífsdúkkur valda vanda – Ógna tilvist heillar þjóðar

Kynlífsdúkkur valda vanda – Ógna tilvist heillar þjóðar
Pressan
Í gær

Starfsmaður heimahjálpar grunaður um að hafa nauðgað níræðri konu

Starfsmaður heimahjálpar grunaður um að hafa nauðgað níræðri konu
Pressan
Í gær

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku

Úlfum fer fjölgandi í Danmörku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir

Ný lög kveða á um að barnaníðingar og nauðgarar skuli vanaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti