fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Bretar óttast asískar vespur

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 18. júní 2019 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem asískar vespur séu farnar að gera sig gildandi á Bretlandseyjum og óttast Bretar að tegundin muni ná fótfestu þar áður en langt um líður. Tegundin sem um ræðir, Vespa velutina, hefur meðal annars sést á eyjum í Ermarsundi, Jersey til dæmis.

Flugan er árásargjörn en í frétt Morgunblaðsins frá árinu 2009 var greint frá því að sex manns í Frakklandi hefðu verið lagðir inn á spítala eftir að hafa orðið fyrir stungu. Þá hafði flugan nýlega náð fótfestu í Frakklandi, en talið er að hún hafi komið þangað fyrst árið 2004 frá Kína með skipi sem innihélt keramikfarm.

Það sem veldur þó einna mestum áhyggjum eru áhrifin á aðrar flugnategundir og eru býflugnaræktendur sagðir hafa sérstakar áhyggjur. Asíska vespan getur lagt slík býflugnabú í rúst á aðeins nokkrum mínútum.

Í frétt Mail Online kemur fram að óvenjulegt veðurfar það sem af er sumri hafi gert flugunni auðveldara fyrir en ella. Þannig hefur rignt mikið á Bretlandseyjum að undanförnu og aðstæður sagðar hinar bestu fyrir flugurnar.

Starfsmenn við meindýravarnir á Ermarsundseyjunum hafa þegar eyðilagt þrettán bú asísku vespunnar það sem af er sumri, en allt árið 2018 fundust tólf bú. Þá hefur flugan einnig sést á meginlandi Bretlands, til dæmis í Gloucesterskíri á suðurhluta Englands og í norðurhluta Devon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni