fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Skelfilegt myndband af ókyrrð: Þetta er ekki fyrir flughrædda

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 18. júní 2019 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er engum ofsögum sagt að farþegar um borð í flugvél ALK Airlines á leið frá Pristina í Kósóvó til Basel í Sviss hafi verið skelfingu lostnir. Mikil ókyrrð gerði vart við sig eins og meðfylgjandi myndband sýnir.

Atvikið átti sér stað á sunnudag en á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar flugfreyja um borð tókst hreinlega á loft þegar ókyrrðin var sem mest. Flugfreyjan var að bera fram veitingar og tókst veitingavagninn einnig á loft með þeim afleiðingum að farþegar fengu yfir sig gusurnar af vatni, safa og heitu kaffi.

Í frétt ABC News kemur fram að einhverjir hafi fengið brunasár en alls leituðu tíu manns á slysadeild eftir komuna til Sviss.

Ókyrrðin gerði vart við sig um tuttugu mínútum fyrir lendingu en vélin lenti heilu og höldnu þrátt fyrir þessa ógnvekjandi reynslu. Flugfreyjan sem sést á myndbandinu slasaðist ekki og er við góða heilsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu