fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Stakk skólasystur sína til bana – „Ég vildi vita hvernig það væri að drepa einhvern“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október á síðasta ári var Laura Iris Haugen, 16 ára, stungin til bana nærri heimili sínu í Vinstra í Noregi. Nú standa réttarhöld yfir í málinu en 17 ára piltur er ákærður fyrir að hafa myrt hana. Í gær sagði hann fyrir dómi að hann hafi ekki átt sér neitt markmið í lífinu, það eina sem hann hafi langað til að gera væri að myrða einhvern.

„Það var vorið 2018 sem ég ákvað ég ætlaði að myrða einhvern.“

Sagði hann þegar dómarinn í málinu spurði hann. Þegar hann var spurður af hverju Laura varð fyrir valinu var svarið:

„Mér líkaði vel við hana, held ég. Hún var einhver sem ég kærði mig um.“

Sagði hann. Þá spurði dómarinn hann af hverju hann hafi þá myrt hana fyrst honum féll vel við hana.

„Ég veit það ekki. Ég fæ þetta heldur ekki alveg til að ganga upp. Mér fannst ég vilja gera þetta en ekki að ég þyrfti að gera þetta. Lífið var leiðinlegt og óspennandi. Ég vildi vita hvernig það væri að drepa einhvern. Það virtist spennandi.“

Pilturinn er ákærður fyrir að hafa stungið Laura 20 sinnum. Hann játar að hafa myrt hana en mörg vitni voru að ódæðisverkinu. Aðalmálið fyrir dómi er að skera úr um andlegt ástand piltsins þegar hann myrti Laura.

Geðlæknar segja að hann sé ekki sakhæfur en taka jafnframt fram að gríðarlega erfitt hafi verið að leggja mat á andlegt ástand piltsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug