fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Telja að öfgahægrimaður hafi myrt þýskan stjórnmálamann

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. júní síðastliðinn fannst þýski stjórnmálamaðurinn Walter Lübcke látinn á sólpallinum við heimili sitt í Hessen. Hann hafði verið skotinn til bana. 45 ára karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins en lífsýni úr honum fannst á vettvangi. Ríkissaksóknari segist „ganga út frá því“ að morðinginn sé öfgahægrimaður.

Jafnframt segir ríkissaksóknarinn að ekkert bendi til að hinn grunaði sé liðsmaður hryðjuverkasamtaka öfgahægrimanna.

Walter Lübcke, sem var 65 ára, var í CDU, flokki Angelu Merkel kanslara.

Ríkissaksóknarinn tekur venjulega við málum frá þýsku fylkjunum þegar talið er að hryðjuverk eða pólitískar ástæður liggi að baki afbrotum.

Þýskir fjölmiðlar segja að hinn grunaði hafi verið dæmdur í fangelsi 1993 fyrir að kasta rörasprengju í flóttamannamiðstöð. Fyrir tíu árum var hann, ásamt 400 öðrum, dæmdur til refsingar fyrir að hafa ráðist á 1. maí göngu stéttarfélags.  Þá er hann sagður hafa skrifað ummæli á YouTube á síðasta ári þar sem hann sagði að annaðhvort myndi þýska ríkisstjórnin segja af sér eða „dauðsföll yrðu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu