fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Treyja Babe Ruth seld fyrir metfjárhæð – Rúmlega 700 milljónir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 20:30

Treyjan dýra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Treyja, sem var í eigu hafnaboltagoðsagnarinnar Babe Ruth, var seld fyrir 5,64 milljónir dollara, eða rúmlega 700 milljónir íslenskra króna. Treyjan er rúmlega 100 ára gömul. Þetta er nýtt met fyrir safnaramuni úr íþróttaheiminum, CBS News skýrir frá þessu. Treyjan er frá lokum ferils Babe Ruth og var notuð á árunum 1928 til 1930. Hún var seld á uppboði á Yankee Stadium á laugardag.

Hin verðmæta treyja var ein margra muna sem Ruth fjölskyldan hefur sett í sölu. Meðal þeirra muna sem settir hafa verið í sölu eru ljósmyndir, hanskar og taska sem hafnarboltaspilarinn notaði í ferð til Japan árið 1934.

Peningarnir munu fara til góðgerðarmála

Barnabarn Babe Ruth, Linda Ruth Tosetti, sagði í viðtali við CBS News, að hluti peningarnna frá sölu munanna muni fara til góðgerðarmála. „Ég óska þess bara að fólk geti haft ánægju af hlutunum hans afa,“ segir Linda Ruth Tosetti.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hlutir sem verið hafa í eigu Babe Ruth setja met.

Árið 2005 seldist hinn örlagaríki samningur, þar sem hafnaboltaliðið Boston Red Sox seldi Babe Ruth, sem síðar varð heimsfrægur, árið 1919, til aðalkeppinautanna New York Yankees, fyrir tæplega milljón dollara á uppboði í New York.

Peter Siegel keypti hinn fimm blaðsíðna langa samning fyrir 996.000 dollara (yfir 125 milljónir króna).

„Þetta er mjög mikilvægur gripur, ekki bara fyrir sögu hafnarboltans, heldur einnig fyrir sögu Bandaríkjanna. Þetta er stór dagur fyrir New York,“ sagði hann við það tækifæri.

Breytti sögu beggja félaga

Babe Ruth var seldur fyrir 100.000 dollara og samningurinn breytti sögu beggja félaga og varð upphaf hinnar svokölluðu „Babe Ruth bölvunar“ þar sem ekkert gekk hjá Red Sox á meðan titlarnir streymdu inn hjá Yankees.

Það var ekki fyrr en á síðasta ári að aðdáendur Red Sox gátu glaðst yfir því að bölvuninni, sem varað hafði í 86 ár, hafði verið aflétt, þegar Red Sox vann hafnarboltamótið World Series.

Babe Ruth lagði hafnarboltaskóna á hilluna árið 1937, hann lést árið 1948, 53 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu