fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

25 sinnum öflugra en koltvíildi – Vaxandi metanlosun kemur sérfræðingum á óvart

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 17:30

Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magn metans í andrúmsloftinu fer vaxandi og það kemur sérfræðingum á óvart og veldur áhyggjum því metan er 25 sinnum öflugra en koltvíildi (CO2). Yfirleitt er það koltvíildi sem er í aðalhlutverki þegar rætt er um losun gróðurhúsalofttegunda en nú fer umræðan hugsanlega að beinast í auknum mæli að metani.

Síðan iðnvæðingin hófst hefur magn metans í andrúmsloftinu aukist mikið. En á árunum eftir aldamót var það hins vegar mjög stöðugt og loftslagssérfræðingar vörpuðu öndinni léttar. En þetta var skammvinn ánægja því 2007 fór magnið að aukast á nýjan leik og frá 2014 varð aukningin meiri en áratugum saman. Síðan hefur aukningin bara haldið áfram en loftslagssérfræðingar eru ekki á einu máli um hvað veldur.

Þetta er niðurstaðan í nýrri vísindagrein sem var birt í vísindaritinu Science. Sumir vísindamenn telja að metanaukninguna megi rekja til mikillar bráðnunar íss á Norðurheimskautasvæðinu. Ef það er rétt þá stendur mannkynið frammi fyrir mikilli áskorun. Á Norðurheimskautasvæðinu hefur hnattræn hlýnun verið einna mest en það veldur því að jöklar og sífreri bráðna í stórum stíl. Þegar það gerist losnar um metan sem var fast í ís og jarðvegi.

Metan er allt öðruvísi en koltvíldi en það er mun öflugri gróðurhúsalofttegund. Það festir um 25 sinnum meiri hita í andrúmsloftinu en koltvíildi. En það er miklu minna metan í andrúmsloftinu en koltvíildi og því eru heildaráhrif þess mun minni en áhrif koltvíildis. Metan er líka ólíkt koltvíildi að því leyti að líftími þess er takmarkaður. Það brotnar niður á um 12 árum og verður að koltvíldi.

Metanið í andrúmsloftinu er því ekki ævagamalt og með því að skoða sameindasamsetningu þess geta vísindamenn séð hvaðan það kemur. Það kemur frá mörgum stöðum. Sumt er af mannavöldum, til dæmis frá landbúnaði en rop nautgripa og prump eiga sinn hlut að máli sem og notkun jarðefnaeldsneytis. Síðan er það náttúrulega metanið, til dæmis það sem losnar við bráðnun á heimskautasvæðinu og það sem kemur frá votlendi á hitabeltissvæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Stærsta flugfélag heims heldur Boeing 737 Max áfram á jörðu niðri

Stærsta flugfélag heims heldur Boeing 737 Max áfram á jörðu niðri
Pressan
Í gær

Fundu líkamsleifar bakpokaferðalangs sem hafði verið saknað í fimm mánuði

Fundu líkamsleifar bakpokaferðalangs sem hafði verið saknað í fimm mánuði
Pressan
Í gær

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í 20 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára nemanda sínum

Dæmd í 20 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur maður handtekinn vegna morðsins á Dr. Suzanne Eaton

Ungur maður handtekinn vegna morðsins á Dr. Suzanne Eaton
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna afhöfðuð í beinni á Instagram – „Ég er týpan sem virði fjölskyldugildi“

Samfélagsmiðlastjarna afhöfðuð í beinni á Instagram – „Ég er týpan sem virði fjölskyldugildi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flóðbylgja fíkniefna á friðsælum eyjum

Flóðbylgja fíkniefna á friðsælum eyjum