fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Ákveðið gen eykur líkurnar á að fólk verði háð kannabis – Umfangsmikil rannsókn á Íslendingum og Dönum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið gen, sem hefur áhrif á það hvort fólk muni misnota kannabis. Eins og kunnugt er er kannabis ólöglegt fíkniefni en notkun þess verður að teljast ansi útbreidd hér á landi eins og víða annarsstaðar. Sum ríki hafa stigið það skref að gera neyslu þess og vörslu refsilausa og sumsstaðar, til dæmis í Kanada, er sala á kannabis heimiluð.

Kannabis er mjög ávanabindandi en talið er að tíundi hluti þeirra sem prófa efnið verði háður því. Danska ríkisútvarpið, DR, segir að niðurstöður nýrrar umfangsmikillar rannsóknar sýni að frávik í einu geni auki líkurnar á að fólki misnoti kannabis mikið. Unnið var úr gögnum um rúmlega 350.000 Íslendinga og Dani.

DR hefur eftir Ditte Demontis, lektor í erfðafræði við Árósaháskóla, að í fyrsta sinn hafi fundist frávik í erfðaefni fólks sem skiptir máli varðandi hugsanlega kannabis misnotkun þess. Demontis vann að rannsókninni. Hún sagði það ekki koma á óvart að erfðaefni komi hér við sögu því rannsóknir á tvíburum hafi sýnt að líkurnar á að eineggja tvíburar verði fíkniefnanotendur séu miklu meiri en hægt sé að skýra með umhverfisáhrifum.

„Á milli 50 og 60 prósent af áhættunni er erfðatengd og við reiknum með að það séu mörg gen sem leika hlutverk í þessu.“

Er haft eftir henni. Hún lagði jafnframt áherslu á að það sé ekki öruggt að fólk misnoti kannabis þótt það sé með þetta óheppilega frávik í erfðaefni sínu.

„Bæði umhverfi og mörg önnur gen koma við sögu. Þótt að þú sér með þetta ákveðna fráviksgen getur þú alveg sloppið við að verða kannabisneytandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu