fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Læknir dæmdur fyrir nauðganir – Hann var meðal þeirra bestu í náminu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 32 ára gamli Dani, Jack Hou, var meðal þeirra bestu þegar hann var í læknanáminu. Nú hefur hann verið dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir að hafa gefið tveimur konum deyfilyf og nauðgað þeim.

„Ég er í áfalli.“

Þetta eru viðbrögð Bente Pakkenberg, sem stundar heilarannsóknir, þegar henni var tjáð að fyrrverandi nemandi hennar, Jack Hou, hefði verið dæmdur í sjö ára fangelsi, fyrir að hafa meðal annars gefið tveimur konum deyfilyf og nauðgað þeim síðan og fyrir að hafa tekið myndband af annarri nauðguninni.

„Það er ekkert sem mér finnst fjarstæðukenndara en að Jack myndi gera eitthvað þessu líkt. Hann var ótrúlega duglegur, vinnusamur og virkur. Hann tók tvær annir í einu og fór til Bandaríkjanna í framaldsnám,“ segir Bente Pakkenberg, sem er yfirmaður Rannsóknarstofu taugalækninga (Forskningslabatorium for Stereologi og Neurovidenskab) við Bispebjerg sjúkrahúsið.

Hún er ekki ein um að lýsa hinum á þennan hátt.

Aðrir heimildarmenn, sem B.T. hefur verið í sambandi við, segja að Jack Hou, sem er kínverskur að uppruna og kom til Danmerkur árið 1999, hafi verið meðal þeirra bestu í læknanámi, hann hafi oft fengið hæstu einkunn og gaf út fjölmargar vísindagreinar sem voru birtar í hinu virta tímariti, Stroke. Þrjár greinanna voru unnar í samvinnu við aðra, meðal annars Bente Pakkenberg.

„Hann taldi frumur í miðtaugakerfinu, það krefst ákveðinnar þrautseigju að setja sig inn í þær aðferðir og beita þeim. Hann gerði það af mikilli elju og þrautseigju,“ segir Bente Pakkenberg um eina af vísindagreinunum sem þau skrifuðu saman.

Þessa lýsingu kannast Lars Kristiansen, sem vinnur við rannsóknir við Bispebjerg sjúkrahúsið, við.

„Hann lagði hart að sér, þegar hann var spenntur, las hann oft fyrir próf á milli þeirra prófana sem við gerðum, eiginlega á nóttunni líka. Hann var ekki hinn dæmigerði danski námsmaður,“ segir hann við B.T.

Undarlega og vandræðalega týpan

En þrautsegjan virðist hafa haft sín áhrif. Þó að Jack Hou hafi verið lýst sem fyrirmyndarnemandi í læknanáminu, þá segja margir þeirra sem rætt var við að hann hafi líka verið álitinn „svolítið skrítinn“ og „kalufalegur í samskiptum“.

Hvort þetta er ástæða þess að Jack Hou hafi fjarlægst læknavísindin og einbeitt sér þess í stað að hinum vinsæla stefnumótaheimi, er ekki vitað. Það er þó öruggt að hinn 32 ára gamli læknir byrjaði á einhverjum tímapunkti að æfa sig í að táldraga konur, bæði í Bandaríkjunum og í Danmörku.

Halicon er eitt þeirra lyfja sem Jack byrlaði konunum.

Síðan mál Jack Hou kom upp hefur komið í ljós, að hópur manna sem vildi verða betri í að draga konur á tálar, hittist oft í íbúð Jack Hou. Hann var einnig virkur í hópum á Facebook þar sem þetta var umfjöllunarefnið.

„Þetta var félagsskapur, þar sem menn hittust bæði opinberlega og í einrúmi, til að læra hvernig best er að komast í samband við fólk (…) Maður lærði að koma á samkiptum við konur með áherlsu á nánd,“ útskýrir eitt vitnanna í málinu.

Vitnið útskýrði, að hann og 10-20 aðrir, hefðu hist af og til í íbúð Jack Hou í Kaupmannahöfn.

Jack Hou hefur áfrýjað dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig