fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Leikur raðmorðingi lausum hala á Sjálandi?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 06:00

Mynd úr safni. Danskur lögreglubíll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan hefur sett sérstakan rannsóknarhóp á laggirnar til að rannsaka þrjá dularfulla eldsvoða og andlát þriggja eldri manna í tengslum við þá. Ekki er talið útilokað að sami aðili eða aðilar hafi verið að verki í öllum málunum.

Nýjasta málið er frá því á sunnudaginn en þá fannst lík í brunnu húsi í Vemmelev, sem er suðvestan við Slagelse. Ljóst er að viðkomandi var myrtur áður en kveikt var í húsinu. Endanleg kennsl hafa ekki verið borin á líkið en líklegt má teljast að það sé af húsráðandanum, 80 ára karlmanni, en hans er saknað.

Þann 14. febrúar fannst 65 ára karlmaður myrtur í brunarústum húss í Gevningen í Odsherred. Hann hafði verið beittur miklu og grófu ofbeldi áður en hann var myrtur.

Þann 21. apríl brann hús 68 ára karlmanns, sem var þekktur myntsafnari, í Ruds Vedby. Lík húsráðanda fannst síðar í malarnámu nærri Slagelse.

Lögreglunni hefur lítið orðið ágengt við rannsóknir málanna og hefur því sett sérstakan rannsóknarhóp á laggirnar. Í dönskum fjölmiðlum hefur komið fram að hugsanlega hafi sami bíllinn sést við öll húsin en það hefur ekki fengist staðfest hjá lögreglunni. Nú er verið að yfirheyra vitni og hefur lögreglan óskað eftir upplýsingum frá almenningi sem geta orðið til þess að hægt verði að leysa málin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu