fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar um flug MH370 – Varpa sökinni á flugstjórann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 07:00

Vél frá Malaysia Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað kom fyrir flug MH370 frá Malaysia Airlines sem hvarf með manni og mús í mars 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking? Um borð voru 239 manns. Hvarf vélarinnar er ein stærsta ráðgáta flugsögunnar. Í fyrra komst sú kenning á kreik að það hafi verið flugstjórinn, Zaharie Amad Shah, sem hafi viljandi látið vélina hrapa í sjóinn. Samkvæmt kenningunni slökkti hann á staðsetningarbúnaði vélarinnar, setti á sig súrefnisgrímu og gerði þrýstibúnað í farþegarýminu óvirkan svo allir misstu meðvitund.

Samkvæmt umfjöllun The Atlantic hefur þessi kenning fengið nýjan byr undir vængi að undanförnu og fleiri hafa tjáð sig um hana. Í umfjöllun The Atlantic kemur fram að Shah hafi verið einmana og samband hans við eiginkonuna, sem var flutt frá honum, hafi verið slæmt.

Vinir og kunningjar Shah segja að hann hafi verið búinn að klippa á allt sem tengdist fyrra lífi sínu. Hann átti í ástarsambandi við aðra konu, sem var gift, og var auk þess heltekinn af fyrirsætum á samfélagsmiðlum og skrifaði oft athugasemdir á síður þeirra.

Haft er eftir nánum vini hans að hann gæti hafa blekkt flugmanninn, sem var mun reynsluminni, til að yfirgefa stjórnklefann og hafi síðan læst dyrunum og síðan flogið vélinni einn um hríð áður en hann lét hana hrapa í sjóinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug