fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Svona er líf Bill Cosby í öryggisfangelsinu í Bandaríkjunum

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 19. júní 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu mánuðir eru nú liðnir síðan bandaríski grínistinn Bill Cosby hóf afplánun fangelsisdóms í öryggisfangelsi skammt frá Philadelphiu í Bandaríkjunum.

Cosby, sem var einn vinsælasti skemmtikraftur heims um margra ára skeið, var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsi fyrir kynferðisbrot sem hann framdi árið 2004.

Svo virðist vera sem Cosby, sem er orðinn 81 árs, hafi aðlagast lífinu í fangelsinu vel. Talsmaður hans, Andrew Wyatt, segir við bandaríska fjölmiðla að Cosby sé einkar vinsæll meðal samfanga. Í fangelsinu heldur hann meðal annars fyrirlestra, stundar líkamsrækt af miklum krafti og ræðir við fanga augliti til auglitis.

„Hann er kominn niður í 84 kíló,“ segir Wyatt og bætir við að Cosby stundi æfingar daglega í fangelsin. Þá haldi hann fyrirlestra fyrir aðra fanga. „Hann talar til dæmis mjög reglulega á námskeiði sem heitir “Man Up” en á því eru fangar sem fá bráðlega reynslulausn. Þetta eru fangar sem eru haldnir kvíða vegna þess sem bíður þeirra utan fangelsisins,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu