fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Það getur verið gott fyrir þig að tala við ókunnuga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir eyða löngum stundum umkringdir ókunnugu fólki, það getur verið í strætisvagni, á kaffihúsi nú eða í matvöruversluninni. En samt sem áður eru margir nánast einangraðir innan um ókunnuga því þeim finnst óþægilegt að gefa sig á tal við ókunnuga, það er að minnsta kosti tilfinning margra. En kannski er alveg óþarfi að hafa áhyggjur af þessu og kannski á þessi tilfinning ekki við nein rök að styðjast.

Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að fólk vanmeti oft jákvæð áhrif þess að ná sambandi við annað fólk og að það séu jákvæð áhrif á báða bóga. Það að ræða við ókunnugan á leið til vinnu getur látið fólki líða betur en ella.

Í tilraun, sem gerð var, kom í ljós að í almenningssamgöngufarartækjum var fólk yfirleitt meira en tilbúið að ræða við sessunaut sinn ef hann gaf sig á tal við það. Þetta bendir að sögn til þess að við vanmetum stöðugt áhuga ókunnugra á að ræða við okkur.

Við erum í grunninn félagsverur og erum hamingjusamari þegar við tölum við og eigum í samskiptum við annað fólk. Að finnast maður vera einangraður og einmana eykur á stress og getur ógnað líkamlegri heilsu eins og reykingar og offita. Það að eiga í samskiptum við annað fólk hefur stundum verið sagt vera lykillinn að hamingju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu