fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2019  |
Pressan

Trump boðar flutning á „milljónum“ af innflytjendum úr landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 07:00

Donald Trump hefur staðið í tollastríði við Kínverja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ekki vanur að halda aftur af sér við að tísta á Twitter og mánudagskvöldið var engin undantekning þar á. Í nokkrum tístum boðaði hann að í næstu viku hefjist stórfelldur brottflutningur ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum.

Í tístum sínum sagði hann að bandarísk innflytjendayfirvöld, ICE,  „muni byrja að flytja milljónir ólöglegra innflytjenda, sem komu á ólöglega hátt til Bandaríkjanna, úr landi“.

„Þeir verða fluttir úr landi jafn hratt og þeir komu.“

Sagði Trump og gagnrýndi demókrata um leið fyrir að vilja ekki gera „nóg“ til að „leysa vandann við landamærin“.

En ekki er enn vitað hvort flytja eigi milljónir manna úr landi eins og Trump segir. ICE hefur ekki sagt neitt um málið og í umfjöllun CBS er bent á að óvenjulegt sé að yfirvöld skýri frá svona aðgerðum fyrirfram.

Samkvæmt opinberum tölum voru um 400.000 ólöglegir innflytjendur fluttir úr landi 2012 og er það mesti fjöldi brottvísana á einu ári í Bandaríkjunum til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns

Vísindamenn óttast að stór jarðskjálfti ríði yfir Istanbúl – Vænta mikils manntjóns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks

Boða verkföll á Heathrowflugvelli – Mun hafa mikil áhrif á ferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur

Aðdáendur Michael Jackson stefna meintum fórnarlömbum hans – Krefjast einnar evru í bætur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu

Regnskógar Amazon minnka um einn fótboltavöll á hverri mínútu