fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Norska lögreglan með nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth Hagen

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 05:50

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Anne-Elisabeth Hagen, 69 ára, var numin á brott af heimili sínu þann 31. október á síðasta ári hefur norska lögreglan lagt dag við nótt við rannsókn málsins. Anne er eiginkona Tom Hagen, sem er einn auðugasti maður Noregs, og kröfðust mannræningjarnir 8 milljóna evra í lausnargjald og átti að greiða það í rafmynt. Ekkert hefur heyrst frá Anne eftir að hún hvarf og lítið sem ekkert samband hefur verið við mannræningjana. Í gær svipti lögreglan hulunni af aðalkenningu sinni um málið.

Lögreglan hefur unnið út frá mörgum kenningum og leitað að Anne á mörg hundruð stöðum en án árangurs. Í gær skýrði hún frá aðalkenningu sinni en hún er að Anne hafi verið numin á brott frá heimili sínu og flutt þaðan í bíl. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og hefur þetta eftir Tommy Brøske stjórnanda rannsóknarinnar.

Hann sagði að ekki væri vitað hvaða bíll hefði verið notaður og þar af leiðandi hefur hann ekki fundist þrátt fyrir að lögreglan hafi lagt mikla áherslu á þennan þátt málsins. Nágranni Hagen-hjónanna tók eftir bíl við heimili þeirra morguninni sem Anne hvarf. Hann telur að það hafi verið silfurgrár jeppi með norsk skráningarnúmer. Bílnum var ekið upp slóða að húsi hjónanna í Lørenskog sem er austan við Osló.

Rannsóknin hefur náð út fyrir Noreg og þar á meðal til Danmerkur þar sem leitað hefur verið á mörgum stöðum en enginn var yfirheyrður í tengslum við þær rannsóknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug