fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Óhugnanlegt mál í Alaska: Lofað milljónum ef hún dræpi vinkonu sína

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 20. júní 2019 05:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm einstaklingar á unglingsaldri hafa verið ákærðir fyrir morð á ungri konu í Alaska-fylki í Bandaríkjunum. Það gerist í kjölfar þess að ókunnugur netverji, sem sagðist vera milljónamæringur, sannfærði þau um að taka myndband af voðaverkunum í skiptum fyrir nokkurra milljóna dala greiðslu.

Hin átján ára Denali Brehmer er sökuð um að hafa skipulagt morð á „bestu vinkonu sinni“, Cynthiu Hoffman, sem fannst látin á dögunum, einungis nítján ára gömul.

Bauð háar peningaupphæðir

Morðið virðist hafa átt sér stað eftir að maður sem kallaði sig Tyler bauðst til að borga Brehmer 9 milljónir Bandaríkjadala fyrir að taka glæpinn upp. Hún á síðan að hafa fengið jafnaldra sína til liðs við sig til að fremja verknaðinn.

Tyler, sem heitir í alvörunni Darin Schilmiller, á að hafa byrjað að skipuleggja nauðgun og morð með Brehmer nokkrum vikum fyrir morðið á Hoffman.

Þriðja júní síðastliðinn var lögreglan í Alaska látin vita að af hvarfi Hoffman, en hennar hafði þá verið saknað í eina nótt. Daginn eftir fannst lík hennar í mýri nálægt Thunderbird-fossinum í Alaskafylki.

Cynthia Hoffman hafði verið skotin í hnakkann með skammbyssu og þá hafði hún verið bundin á höndum og fótum.

Líka ásökuð um vörslu og framleiðslu á barnaklámi

Fjórum dögum eftir að lík Hoffman fannst féll grunur á Brehmer og lagði lögreglan hald á síma hennar í kjölfarið. Þar fannst barnaklám í skilaboðum á milli hennar og manns sem gekk undir nafninu Tyler sem lögregla komst að að hefði villt á sér heimildir. Síðar kom á daginn að hann heitir í raun Darin Schilmiller eins og að framan greinir og var hann með hreina sakaskrá.

Svo virðist vera að barnaklámið sem fannst í símanum hafi verið tekið upp af Brehmer. Hún viðurkenndi að hafa brotið á tveimur börnum að ósk Schilmiller, annað þeirra átta eða níu ára og hitt fimmtán ára.

Í skilaboðunum á milli Brehmer og Schilmiller á líka ýmislegt að hafa komið fram varðandi morðið á Hoffman. Til dæmis á Brehmer að hafa sagst ætla að kaupa gras áður en hún fremdi morðið og þar að auki á Schilmiller að hafa beðið hana um að halda Hoffman niðri og berja hana.

Bæði Brehmer og Schilmiller hafa verið ákærð en auk þeirra hafa einstaklingarnir sem hjálpuðu til við verknaðinn verið kærðir en það eru þau Kayden Mclintosh, Caleb Layland ásamt tveimur einstaklingum sem eru of ungir til að vera nefndir á nafn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?