fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Vaxandi spenna milli Bandaríkjanna og Írans – Brýst út styrjöld?

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 20. júní 2019 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk yfirvöld hafa staðfest að njósnadróni á vegum hersins hafi verið skotinn niður í alþjóðlegri lofthelgi undan ströndum Írans í morgun. Írönsk yfirvöld fullyrða þó að dróninn hafi verið í íranskri lofthelgi og því haft fullan rétt á að granda honum. Dróninn sem um ræðir er mjög fullkominn og er hann metinn á 180 milljónir dala.

Samskipti Bandaríkjanna og Írans hafa verið mjög stirð að undanförnu. Hossein Salami, hershöfðingi íranska byltingarvarðliðsins, varaði Bandaríkjamenn við í morgun þegar hann sagði að Íranar væru „tilbúnir í stríð“ þó það væri ekki ætlun þeirra að hefja það. Fyrir mánuði síðan sagðist Salami ekki hafa trú á því að Bandaríkjamenn byggju yfir nægilegum herstyrk til að fara í stríð við Íran.

Spennuna milli Írans og Bandaríkjanna að undanförnu má rekja til þeirrar ákvörðunar Írana að draga sig út úr alþjóðlegu samkomulagi um kjarnorkuvopn landsins. Þá hafa Íranar verið óhressir við veru bandarískra hersveita í Persaflóa undanfarnar vikur. Í síðustu viku voru gerðar árásir á tvö olíuflutningaskip í Ómanflóa og bendir flest til þess að þar hafi Íranar verið að verki. Því hafa yfirvöld í Tehran neitað og reynt að varpa sökinni á Bandaríkin.

Yfirvöld í Tehran staðfestu í morgun að þau hefðu skotið niður drónann, RQ-4 Global Hawk, úti fyrir ströndum Hormozgan í suðurhluta landsins. Hann hefði verið innan íranskrar lofthelgi en Bandaríkjamenn þvertaka fyrir það og segja raunar að um hafi verið að ræða annars konar dróna, Navy MQ-4C Triton. Ekki er talið að dróni af þessari tegund hafi áður verið skotinn niður.

Óvíst er á þessari stundu hvort og þá hvernig Bandaríkjamenn munu svara fyrir sig en eðli málsins samkvæmt hefur alþjóðasamfélagið áhyggjur af því að stríð geti brotist út á milli þessara tveggja hernaðarvelda. Sarah Sanders, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, sagði í morgun að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði verið upplýstur um stöðu mála. Bandaríkjamenn myndu fylgjast með gangi mála og ráðfæra sig við bandaþjóðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þingmaður segir að nauðganir og sifjaspell hafi ýtt undir fólksfjölgun

Þingmaður segir að nauðganir og sifjaspell hafi ýtt undir fólksfjölgun
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu
Pressan
Í gær

Emil keypti 125 ára gamla kommóðu á flóamarkaði – Heyrði síðan skrýtið hljóð frá henni

Emil keypti 125 ára gamla kommóðu á flóamarkaði – Heyrði síðan skrýtið hljóð frá henni
Pressan
Í gær

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna
Pressan
Í gær

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lifði af fall úr 1.500 metra hæð

Lifði af fall úr 1.500 metra hæð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri